Grípa tækifærið til losunar hafta

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Efnahagslegar forsendur fyrir afnámi fjármagnshafta eru mjög góðar og varla væri hægt að biðja um þær betri. Ástandið þarf ekki að haldast á þann veg og tækifærið þyrfti því kannski að grípa. Þetta sagði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands á kynningarfundi nýrrar skýrslu um fjármálastöðuleika í Seðlabankanum í dag.

Hún benti á að efnahagshorfur hér á landi væru betri en í helstu viðskiptalöndum, vextir erlendis væru í sögulegu lágmarki, vaxtamunur Íslands gagnvart helstu viðskiptalöndum væri jákvæður og hagvöxtur væri viðvarandi hér á landi. Þá væri verðbólga nálægt verðbólgumarkmiði og áætlað væri að reka ríkissjóð með afgangi á þessu ári.

Áhættunni eytt

Sigríður sagði muninn á skráðu gengi Seðlabankans og aflandsgenginu hafa minnkað mikið á síðastliðnum mánuðum og ríkissjóður hefði enn og aftur sýnt fram á markaðsaðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum. „Sem stendur virðast því vera efnahagslegar forsendur fyrir farsælli losun fjármagnshaftanna. Rétt er að hafa í huga að þessar aðstæður geta snúist til verri vegar þegar frá líður,“ segir í skýrslunni Fjármálastöðugleiki.

Bent er á að höftunum hafi á sínum tíma verið komið á til þess að hindra hratt útflæði fjármagns sem gæti veikt gengi krónunnar, stuðlað að verðbólgu og rýrt efnahagsreikninga heimila og fyrirtækja sem skulduðu í erlendum gjaldeyri umfram það sem erlendar eignir eða tekjur í erlendum gjaldeyri stóðu undir. „Þessari áhættu hefur nú verið eytt í efnahagsreikningum heimila og dregið hefur verulega úr henni hjá fyrirtækjum,“ segir þar einnig.

Kostnaður fellur skjótt til

Þá segir að beinn kostnaður við losun haftanna felist fyrst og fremst í mögulegum skorti á trúverðugleika losunarinnar og þar með hættunni á því að fjármagn leiti úr landi á óskipulegan hátt, veiki gengið, leiði til verðbólgu og hærri vaxta.

Ef ekki tekst vel til við losun hafta mun þessi kostnaður falla skjótt til en ábatinn af losun fjármagnshafta mun hins vegar leiða til aukinnar hagkvæmni til lengri tíma þar sem ákvarðanir munu verða óháðar fjármagnshöftum. „Aðgerðir sem miðast við að gera einstökum aðilum í hagkerfinu auðveldara að búa við höft draga úr hvata fyrir losun haftanna með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning,“ segir í Fjármálastöðugleika.

Sigríður Benediktsdóttir og Már Guðmundsson á fundinum í Seðlabankanum í …
Sigríður Benediktsdóttir og Már Guðmundsson á fundinum í Seðlabankanum í dag. Mynd/Sunna
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK