Staða Rannveigar rædd í næstu viku

Rannveig Rist.
Rannveig Rist. Ómar Óskarsson

Farið verður yfir stöðu Rannveigar Ristar, stjórnarmanns HB Granda, í næstu viku að sögn Kristjáns Loftssonar, stjórnarformanns félagsins. 

Í tilkynningu Kauphallarinnar segir að Rannveig hafi tilkynnt félaginu að gefin hafi verið út ákæra á hendur henni vegna atvika sem áttu sér stað á meðan hún sat í stjórn SPRON árið 2008. Þá segir í tilkynningunni að félagið hafi ekki frekari upplýsingar að svo stöddu en muni fara yfir málið á næstu dögum.

Kristján benti á að málið hefði verið komið í fjölmiðla áður en stjórnin hefði séð nokkur gögn þar um og sagði að tilkynning yrði send út þegar búið væri að fara yfir málið. 

Sam­kvæmt hluta­fé­laga­lög­um þyrfti Rannveig að víkja úr stjórn HB Granda verði hún sakfelld í málinu.

Fyrsta sinn sem stjórn er ákærð

Sér­stak­ur sak­sókn­ari hef­ur ákært fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóra og fjóra fyrr­ver­andi stjórn­ar­menn SPRON fyr­ir umboðssvik og er Rann­veig Rist er á meðal ákærðra stjórn­ar­manna. Er þetta í fyrsta sinn sem sérstakur saksóknari ákærir stjórn fjármálafyrirtækis vegna ákvarðana í aðdraganda fjármálahrunsins. Málið varðar tveggja milljarða króna lánveitingu sparisjóðsins til Exista þann 30. september 2008 með gjalddaga þann 31. október sama ár. Í rannsóknarskýrslu Alþingis segir að beiðni um lánveitinguna hefði verið lögð fram á stjórnarfundi sparisjóðsins 30. september 2008. Þá var bókað að Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður félagsins hefði vikið af fundi áður en lánið var tekið til umfjöllunar. Ekki kom til uppgjörs á láninu í lok október 2008, heldur var það framlengt og hinn 30. október 2008 var tilkynnt um afskráningu Exista hf. úr Kauphöll Íslands.

Frétt mbl.is: Rannveig Rist áfram forstjóri

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK