Verkfall starfsmanna franska flugfélagsins Air France í síðasta mánuði kostaði félagið 500 milljónir evra, 76,4 milljarða íslenskra króna. Verkfallið stóð yfir í tvær vikur. Þetta kom fram í máli fjármálastjóra félagsins, Pierre-Francois Riolacci, í morgun.
Það voru flugmenn Air France sem fóru í verkfall vegna þess að þeir óttast um stöðu sína. Ástæðan er áætlanir Air France að auka umsviif dótturfélags síns, lággjaldaflugfélagsins Transavia. Það gæti þýtt að störf flugmanna færðust í verktöku og flugmönnum sem þiggi lægra kaup yrðu boðin störf franskra flugmanna Air France.