Meðaleinkunn ESB-landa versnar

Evrópusambandið
Evrópusambandið AFP

Væri Evrópusambandið námsmaður gæfi einkunnaspjaldið ekki lengur til kynna að þar væri fyrirmyndarnemi á ferðinni. Þetta segir í þýska blaðinu Die Welt en aðeins tvö lönd innan ESB, Þýskaland og Lúxemborg, eru með einkunnina AAA hjá Standard & Poors. 

Næst koma Belgía, Finnland, Holland og Austurríki með AA+ og Frakkland með AA. Eistland, Slóvakía, Írland og Slóvenía eru öll með einkunnir á bilinu AA- til A-. Malta, Ítalía, Spánn, Portúgal, Grikkland og Kýpur falla í flokka frá BBB+ til B.

Matsfyrirtækið Standard & Poors lækkaði lánshæfiseinkunn Finnlands á föstudag úr AAA í AA+ með stöðugum horfum. Finnland var áður í hópi aðeins tólf ríkja í heiminum sem hafa hæstu einkunn frá stóru matsfyrirtækjunum þremur: Standard & Poors, Moody’s og Fitch. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK