Hættu að kaupa nýja plastpoka

Sterkir endurunnir plastpokar sem búnir voru til með aðferðinni sem …
Sterkir endurunnir plastpokar sem búnir voru til með aðferðinni sem hér er nefnd. Mynd/Ingibjörg Petra Guðmundsdóttir

Á Íslandi er um 1120 tonnum af plastpokum fargað árlega en þrír hönnuðir hafa nú fundið lausn á vandanum - endurnýtanlega sterka plastpoka sem allir geta búið til á einfaldan hátt. Þannig væri hægt að sleppa því að kaupa nýja poka í hverri búðarferð.

Pokarnir eru afurð samstarfsverkefnis þriggja hönnuða úr Listaháskóla Íslands, þeirra Brynju Emilsdóttur, Halldóru Gestdóttur og Ingibjargar Petru Guðmundsdóttur, sem snerist um samfélagsverkefni og hvernig nýta mætti hönnun sem drifkraft til að endurnýta,umbreyta og formgera. Hugmyndafræði hönnunar var lykilþáttur í verkefninu og var hugmyndin sú að hönnuðirnir gætu nýtt sína kunnáttu til að endurnýta plast og textíl sem einnig er hent í miklum mæli og gefa þessum afgöngum nýtt líf.

Strauja, klippa og sauma

Ingibjörg segir aðferðina vera mjög einfalda; Þú leggur saman þrjá til fjóra plastpoka og pressar þá með straujárni eða hitapressu með bökunarpappír á milli. Síðan eru þeir klipptir til og saumaðir saman þannig að úr verði taska.

Hún segir hugmyndina hafa komið til í tímum hjá gestakennara frá Brooklyn í Bandaríkjunum sem sýndi þeim aðferðina. „Hún sýndi okkur þessa aðferð ásamt mörgum öðrum en hafði reyndar ekkert búið til úr henni. Þetta greip okkur og við fórum að prófa okkur áfram,“ segir Ingibjörg.

Ingibjörg segir mikilvægt að huga að endurvinnslu og umhverfisverndun og telur að sniðugt gæti verið að nýta betur krakka og til dæmis atvinnulausa til samfélagsverkefna. „Þannig gætu verkefnin fyrir börnin væru raunveruleg í stað þess að þau séu að vinna eitthvað inni í stofu sem kannski hefur ekki mikinn raunverulegan tilgang.“

Vinnustofur um endurvinnslu

„Við erum með hugmynd um að opna vinnustofu þar sem við gætum kennt fólki sem kæmi inn og unnið úr því sem annars væri hent, hvort sem það væri fatnaður, plastpokar eða eitthvað annað,“ segir Ingibjörg en bætir við að fjármagn þurfi til slíkra framkvæmda.

Þá segir Ingibjörg að þær hafi viljað deila hugmyndinni með almenningi í ljósi umræðunnar sem verið hefur í gangi um plastpokanotkun og áhrif hennar a umhverfið.

Um 1120 tonnum af plastpokum er fargað árlega á Íslandi.
Um 1120 tonnum af plastpokum er fargað árlega á Íslandi. Friðrik Tryggvason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK