Smábatahöfnin í Hafnarfirði gjörbreytist

Smábátahöfnin í Hafnafirði á að öðlast nýtt líf.
Smábátahöfnin í Hafnafirði á að öðlast nýtt líf. mbl.is/Ómar

Til stendur að fara í heildarendurskipulagningu á svæðinu við smábátahöfnina í Hafnarfirði. Skipulagsfulltrúi segir alla möguleika opna og farið er af stað með opna bók. Hótel, veitingarekstur og handverk eru lykilorðin.

Á fundi skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar í morgun var ákveðið að ráða verkefnastjóra til þess að stýra verkinu og skipa starfshóp til þess að vera honum innan handar. Niðurstaðan úr vinnu þeirra verður skipulagslýsing sem reiknað er með að verði tilbúin eftir þrjá til fimm mánuði. „Það verður vonandi eitthvað sem langflestir geta sætt sig við,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs. Hann bendir á að Hafnfirðingum þyki vænt um svæðið og standa þurfi vel að verki.

Svæðið illa nýtt í dag

Ólafur segir að horft verði til gamla hafnarsvæðisins í Reykjavík og skemmtilegrar þróunar þess.  Smábátahöfnin verður enn á sínum stað og engar uppfyllingar verða gerðar í höfninni. Aðspurður hvort til standi að rífa byggingar sem fyrir eru á svæðinu segir hann alla möguleika opna. „Við förum af stað með opna bók,“ segir hann. Flesta segir hann þó vera á þeirri skoðun að ekki eigi að byggja þétta íbúðarbyggð á svæðinu.

Svæðið sem um er að ræða er við höfnina og í átt að miðbænum auk aðliggjandi svæðis að sunnanverðu sem Ólafur segir illa nýtt.

Auka aðdráttarafl svæðisins

Í aðalskipulagi Hafnarfjarðar segir svæðið eigi að nýta sem verslunar- og þjónustusvæði. „Horft er til þess að svæðið er tenging milli miðbæjarins og hafnarinnar og þar geti byggst upp svæði fyrir fjölbreytta starfsemi s.s. frístundasiglingar, verslanir, þjónustu, söfn, veitingastaði og gistiaðstöðu. Gert er ráð fyrir smábátahöfn og starfsemi tengdri frístundasiglingum,“ segir í aðalskipulagi. Þá segir að breytingin sé til þess fallin að auðvelda aðgengi að grunnþjónustu fyrir íbúa í nágrenninu og auka aðdráttarafl svæðisins. „Á svæðinu er ýmis eldri starfsemi sem þarf að fá nýtt líf og eru væntingar til þess að slippurinn, dráttarbrautin og gamla íshúsið geti orðið tenging við fyrri tíma,“ segir þar einnig.

Ólafur segir að unnið verði eftir þessu og sér fyrir sér hótel, veitingarekstur og handverk á svæðinu. Aðspurður hvenær framkvæmdir eigi að hefjast segist hann verða ánægður ef skipulag komist á svæðið á næstu tveimur árum.

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka