Ekki lengur í kreppu vegna vændis

Ítlalía telst ekki lengur í kreppu þökk sé ólöglegri starfsemi.
Ítlalía telst ekki lengur í kreppu þökk sé ólöglegri starfsemi. AFP

Ítalía er ekki lengur statt í fjármálakreppu - þökk sé svarta markaðnum. Með breyttri reikniaðferð Evrópusambandsins við þjóðhagsreikninga, þar sem tekið er tillit til ólöglegrar starfsemi á borð við áfengissölu á svörtum markaði, eiturlyfja og vændis, kom í ljós að hagvöxtur stóð í 0 prósentum á síðasta ársfjórðungi í stað þess að vera neikvæður um 0,1 prósent líkt og áður hafði verið talið.

Samkvæmt hinum nýju útreikningum var hagvöxturinn neikvæður um 0,2 prósent á öðrum ársfjórðungi en hagvöxtur þarf hins vegar að vera neikvæður tvo ársfjórðunga í röð til þess að fjármálakreppa teljist vera í landinu. Þá er einnig talið að svarta starfsemin muni hafa jákvæð áhrif á skuldahlutfall ríkissjóðs Ítalíu sem núna stendur í 132 prósentum en það er um tvöfalt hærra en ætlað þak Evrópusambandsins sem er 60 prósent.

Með reikniaðferðinni sem kallast SEC 2010 á að vera unnt að gera samanburð á þjóðhagsreikningum mismunanda landa með nákvæmari hætti þar sem ekki er tekið tillit til þess hvort tiltekin starfsemi hafi verið lögleidd eða ekki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK