Gætu átt skaðabótakröfu á skipafélög

Athafnasvæði Eimskips.
Athafnasvæði Eimskips.

Félag atvinnurekenda telur þær ásakanir á hendur stjórnendum og starfsmönnum skipafélaganna Eimskips og Samskips, sem fram koma í kæru Samkeppniseftirlitsins til sérstaks saksóknara, mjög alvarlegar. Samkeppniseftirlitið telur sig hafa rökstuddan grun um að fyrirtækin hafi haft með sér samráð um að halda uppi verði á skipaflutningum, líkt og fram kom í umfjöllun um málið í Kastljósi í gær. Bæði skipafélögin hafa í dag sent frá sér tilkynningar um að þau hafni ásökunum.

Mörg aðildarfyrirtæki Félags atvinnurekenda eru stórir viðskiptavinir skipafélaganna. Félagið hefur lengi verið þeirrar skoðunar að talsvert vantaði upp á virka samkeppni á sjóflutningamarkaðnum, segir í frétt um málið á vef félagsins. „Sannist þær ásakanir, sem Samkeppniseftirlitið ber á skipafélögin, er ljóst að mörg fyrirtæki munu eiga skaðabótakröfu á þau,“ segir í fréttinni.

„Félag atvinnurekenda hvetur félagsmenn sína til að fylgjast vel með þessu máli og að leita tilboða í flutninga sína til að sannreyna að samráð sé ekki fyrir hendi og samkeppni sé virk,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK