Foreldrar í vandræðum í vetrarfríi

Í Reykjavík hefst vetrarfrí í grunnskólum á föstudag auk þess …
Í Reykjavík hefst vetrarfrí í grunnskólum á föstudag auk þess sem frístundamiðstöðvar verða lokaðar. mbl.is/Jim Smart

Vetr­ar­frí hefst í grunn­skól­um á föstu­dag og eru flest frí­stunda­heim­ili lokuð á meðan því var­ir með til­heyr­andi vand­ræðum fyr­ir marga úti­vinn­andi for­eldra. 

Þjón­ust­an er þó mis­mun­andi eft­ir bæj­ar­fé­lög­um og eru frí­stunda­heim­ili í Garðabæ til dæm­is opin á meðan vetr­ar­fríi stend­ur. „Við höf­um verið gagn­rýn­in á það að ekki sé verið að mæta þörf­um at­vinnu­lífs­ins og í raun­inni er verið að koma for­eldr­um í afar erfiða stöðu,“ seg­ir Ragn­ar Árna­son, for­stöðumaður vinnu­markaðssviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og bend­ir á að einnig mætti bet­ur sam­ræma frí­daga í grunn­skól­um og leik­skól­um.

Við nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag þurfa for­eldr­ar að gera ráð fyr­ir því við töku sum­ar­leyf­is að eiga inni frí­daga á vet­urna, eigi að nýta vetr­ar­frí barn­anna til fjöl­skyldu­sam­veru. „Svo kem­ur það niður á tekj­um heim­il­is­ins ef maður fer að taka sér launa­laust leyfi,“ seg­ir Ragn­ar.

Stuðla að fjöl­skyldu­sam­veru

Soffía Páls­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri frí­stunda­mála hjá skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að alltaf sé erfitt að koma til móts við alla en vís­ar til þess að árið 2002 hafi póli­tísk ákvörðun verið tek­in í borg­ar­ráðssamþykkt um stuðla að sam­veru fjöl­skyld­unn­ar fimm daga á ári - þ.e. þrjá daga á haustönn en tvo á vorönn. „Við vilj­um stuðla að þess­um fjöl­skyldu­vett­vangi,“ seg­ir hún. „Þetta á að vera ákveðið upp­rót í lífi barn­anna þar sem bæði haustönn­in og vorönn­in hafa verið að lengj­ast.“

Þá seg­ir hún full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar hafa fundað með Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins og reynt að stuðla þannig að sam­hæf­ingu „en auðvitað kem­ur þetta alltaf við ein­hvern,“ seg­ir Soffía. Hún seg­ir að vel megi vera að um for­ræðis­hyggju sé að ræða en hugs­un­in þar að baki sé hins veg­ar góð. „Okk­ur ber­ast mjög fáar kvart­an­ir vegna þessa,“ seg­ir hún.

Soffía bend­ir á að Reykja­vík­ur­borg hafi skipu­lagt viðburði inn­an borg­ar­inn­ar til þess að fjöl­skyld­ur geti gert sér glaðan dag án þess að það kosti nokk­ur fjár­út­lát. Til dæm­is verður frítt í nokkr­ar sund­laug­ar, frítt á söfn og grill­veisl­um slegið upp.

Tekin var ákvörðun um að stuðla að samveru fjölskyldunnar á …
Tek­in var ákvörðun um að stuðla að sam­veru fjöl­skyld­unn­ar á þess­um frí­dög­um. mbl.is/​Sig­ur­geir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK