Afnema þarf höftin strax

Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ómar Óskarsson

Aðstæður til afnáms gjaldeyrishafta eru nú svo góðar að ákvörðun um að afnema þau ekki felur í sér ákvörðun um að búa við gjaldeyrishöft um ókomna tíð.

Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir viðvarandi gjaldeyrishöft uppskrift að nýrri kreppu og lökum lífskjörum. „Þjóð í höftum mun aldrei njóta lífskjara á borð við nágrannaþjóðirnar og innan Íslandsmúrsins verður atvinnulífið fábreyttara en annars gæti orðið. Tækifæri glatast og fólkið í landinu mun líða fyrir það,“ segir hann.

Meiri áhætta af rússíbanareið með kollsteypu

Það verður að vanda vel til verka við afnám gjaldeyrishafta enda verkefnið flókið. Þorsteinn bendir á að lengja þurfi afborgunarferil svokallaðs Landsbankabréfs og búa svo um hnútana að uppgjör þrotabúa gömlu bankanna raski ekki þjóðhagslegum stöðugleika. Sex ár eru liðin frá því gjaldeyrishöftum var komið á til bráðabirgða en þau eru hér enn og ógna íslensku efnahagslífi. „Því verður að nýta góða stöðu þjóðarbúsins og afnema höftin áður en að tækifærið rennur okkur úr greipum,“ segir Þorsteinn.

Hann segir efnahagslega áhættu við afnám hafta vera mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar. „Öll nauðsynleg skilyrði til afnáms hafta eru uppfyllt. Það kemur fram í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika að frá því höftunum var komið á hafa aldrei verið eins góðar aðstæður og nú til að losa þau.“

Hér má lesa pistil Þorsteins í fullri lengd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK