Mega sýna húðflúrin á Starbucks

Starbucks kaffihús í London.
Starbucks kaffihús í London. AFP

Ítarlegar reglur gilda um útlit starfsmanna Starbucks kaffihúsanna á vinnutíma. Til dæmis mega þeir ekki hafa fleiri en tvo lokka í hvoru eyra og hárið skal ekki litað á of áberandi hátt. Í nýjustu útgáfu reglnanna var þó fallið frá einni sem hefur verið afar umdeild.

Fallið var frá reglu er kvað á um að ekki mætti sjást í húðflúr starfsmanna. Ekki var þó losað um tauminn að fullu þar sem flúrið þarf að vera smekklegt og hvorki á andliti né hálsi. Þetta var tilkynnt í bréfi til starfsmanna í gær og taka nýju reglurnar gildi frá og með 20. október.

Forsvarsmenn Starbucks staðfestu í samtali við Huffington Post að breytingin hefði verið gerð vegna þrýstings frá starfsmönnum en einn þeirra, Kristie Williams, hóf undirskriftasöfnun í síðasta mánuði þar sem óskað var eftir því að reglunum yrði breytt. Alls söfnuðust 25 þúsund undirskriftir. Þá höfðu starfsmenn áður lýst því yfir að fyrirkomulagið hefði valdið þeim miklum óþægindum og benti einn starfsmaður á að það væri verulega óþægilegt þegar ermarnar væru orðnar gegnsósa af mjólkurfroðu og kaffi en ekki mætti bretta upp á þær þar sem viðskiptavinurinn mætti ekki undir neinum kringumstæðum sjá glitta í húðflúr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK