Ójöfnuðurinn sá mesti í öld

Janet Yellen ásamt Christine Lagarde framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Janet Yellen ásamt Christine Lagarde framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. AFP

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, segist hafa miklar áhyggjur af sífellt stækkandi bili milli ríkra og fátækra í Bandaríkjunum. Hún segir að ójöfnuðurinn sem nú ríki í landinu sá mesti í tæpa öld.

Þetta kom fram í máli Yellen á ráðstefnu í Boston í morgun en að hennar sögn hefur ójöfnuðurinn aukist eftir að kreppan skall á. Hún minntist ekki á peningastefnu Seðlabanka Bandaríkjanna í ræðu sinni né heldur þann óstöðugleika sem nú ríkir á fjármálamörkuðum.

Hún segir að hlé hafi komið á stækkun bilsins milli ríkra og fátækra árið 2008 þegar þeir ríku töpuðu fé í efnahagskreppunni en hléið hafi verið stutt. Því um leið og hlutabréfamarkaðir fóru að rétta úr kútnum, meðal annars með stuðningi ríkisins, hafi þeir ríku auðgast sem aldrei fyrr.

Yellen talaði um að illa gengi að bæta stöðuna á atvinnumarkaði, laun hefðu ekki hækkað á nýjan leik hjá almenningi en fasteignaverð hefði hins vegar hækkað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK