Seðlabankinn sakar Hreiðar um ósannsögli

Hreiðar Már Sigurðsson.
Hreiðar Már Sigurðsson. Kristinn Ingvarsson

Seðlabankinn segir Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, fara með rangt mál í grein sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag um að Kaupþing hafi fengið 85 milljarða lán án þess að gengið hafi frá veði vill Seðlabankinn taka fram að þetta er ekki rétt.

„Í framhaldi þess að ákvörðun var tekin um veitingu þrautavaraláns til Kaupþings 6. október 2008 gengu starfsmenn Seðlabanka Íslands strax í að fullvissa sig um að veðið fyrir láninu til Kaupþings stæði til reiðu,“ segir í yfirlýsingu Seðlabankans.

„Lögmaður Kaupþings gerði hluthafaskrá í Danmörku jafnframt strax viðvart um að Seðlabankinn væri að taka veð í öllum hlutum FIH-bankans. Veðgerningurinn var fullkláraður fyrir lok viðskiptadags og réttarvernd veðsins hafði þá verið að fullu tryggð. Stjórnendur Kaupþings undirrituðu gerninginn fyrir lok viðskiptadags 6. október. Þannig að fullyrðingar um að ekki hafi verið gengið frá veðsetningu fyrr en einhverjum dögum síðar eru rangar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK