Nikkei-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,98% í kauphöllinni í Tókýó í dag og hefur ekki hækkað meira á einum degi í rúmt ár.
Hækkunin er einkum rakin til hækkunar á Wall Street á föstudag og veikingar jens. Það þýðir að afkoma útflutningsfyrirtækja batnar en jenið hefur styrkst töluvert að undanförnu.
Nikkei hækkaði um 578,72 stig í dag og er 15.111,23 stig eftir að hafa náð sínu lægsta gildi á föstudag í fimm mánuði.