Tekjur Coca-Cola drógust saman um 14 prósent á síðasta ársfjórðungi. Fyrirtækið tilkynnti í dag að ráðist yrði í sparnaðaraðgerðir í kjölfar þess að eftirspurn eftir gosdrykknum vinsæla hefur dregist saman í Bandaríkjunum.
Vörumerkið er eitt það þekktasta í heimi og er fyrirtækið stærsti gosdrykkjaframleiðandi heims. Námu tekjur þess á þriðja ársfjórðungi, sem lauk í lok september, um 2,1 milljarði Bandaríkjadala. Voru tekjurnar 2,4 milljarður dala á sama tíma í fyrra og lækkuðu þar með um 300 milljónir dala.
Forsvarsmenn fyrirtækisins áætla að skera niður um þrjá milljarða Bandaríkjadala á ári fram að árinu 2019. Það verður meðal annars gert með endurskoðun samninga við einstaka framleiðendur fyrir lok ársins 2017 en ekki síðar en 2020 utan Bandaríkjanna.
Reuters greinir frá þessu.