A4 sektað um 200 þúsund

Neyt­enda­stofa hef­ur bannað Eg­ils­son ehf., sem er rekstr­araðili, A4 að nota full­yrðing­una „stærsti skipti­bóka­markaður lands­ins“. Jafn­framt hef­ur Neyt­enda­stofa lagt 200 þúsund kr. stjórn­valds­sekt á fyr­ir­tækið.

Eg­ils­son ehf. braut gegn ákvæðum laga um eft­ir­lit með viðskipta­hátt­um og markaðssetn­ingu með full­yrðing­unni.

Neyt­enda­stofu barst kvört­un frá Penn­an­um vegna aug­lýs­inga A4 um „stærsta skipti­bóka­markaðinn“ sem birt­ist í fjöl­miðlum í lok sum­ars 2014, að því er seg­ir á vef Neyt­enda­stofu.

Fram kem­ur, að Penn­inn taldi að A4 hefði ekki getað sannað full­yrðing­una auk þess sem eng­inn fyr­ir­vari eða út­skýr­ing­ar fylgdu henni. Vísaði Penn­inn til þess að fé­lag­inu hefði verið bönnuð notk­un full­yrðing­ar­inn­ar „stærsti skipti­bóka­markaður á land­inu“ en þar hefði A4 verið kvart­andi.

Neyt­enda­stofa taldi full­yrðing­una brjóta gegn ákvæðum laga þar sem hún væri mjög af­drátt­ar­laus og ekki vísað til þess hvaða stærðarviðmið átt væri við. A4 lagði ekki fram nein gögn til stuðnings full­yrðingu sinni og af þeim sök­um var A4 bönnuð notk­un full­yrðing­ar­inn­ar.

Neyt­enda­stofa sektaði jafn­framt A4 um 200.000 kr. þar sem fé­lag­inu átti að vera ljóst að skylt væri að færa sönn­ur á full­yrðing­una sér­stak­lega þar sem A4 hafi verið kvart­andi í eldra máli þegar Penn­an­um hafi verið bönnuð notk­un sam­bæri­legr­ar full­yrðing­ar. 


Ákvörðun­ina má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK