Aðhald skiptir sköpum á næstunni

Mikilvægt er að aðhalds sé gætt til þess að koma …
Mikilvægt er að aðhalds sé gætt til þess að koma í veg fyrir að raungengi krónunnar styrkist of hratt. Nærmynd

Innlend hagstjórn skiptir sköpum næstu misseri til að koma í veg fyrir að raungengi krónunnar styrkist of hratt eða um of. Þar er mikilvægt að aðhalds sé gætt í ríkisfjármálum, en einnig skiptir verulega miklu máli að niðurstaða í komandi kjarasamningum feli ekki í sér launahækkanir sem eru umtalsvert umfram það sem framleiðniaukning og verðbólgumarkmið Seðlabankans leyfir.

Þetta kemur fram í markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka en raungengi íslensku krónunnar, miðað við hlutfallslegt neysluverð, hefur styrkst um 5,2% á síðastliðnu ári. Of hröð styrking raungengisins er óheppileg þróun ef viðhalda á viðskiptaafgangi á komandi árum og einnig ef viðhalda á þeim hagstæðu skilyrðum til afnáms gjaldeyrishafta sem nú ríkja að því er segir í markaðspunktunum.

Hagsveiflur litast af háu raungengi

Hagsveiflur undanfarinna áratuga hafa að vissu leyti litast af þHagsví að raungengið hefur risið of hátt samhliða auknum hagvexti og hefur aukin einkaneysla þá ýtt undir aukinn innflutning, sem er gjarnan umfram það sem þjóðarbúið getur staðið undir til lengri tíma. Viðvarandi viðskiptahalli á árunum 2003 til 2008 er gott dæmi um slíkt tímabil.

„Tryggja þarf að launahækkanir leiði ekki af sér aukinn kostnað sem verður svo ýtt út í verðlag. Að lokum má gengi krónunnar ekki styrkjast um of ef markmiðið er að tryggja áframhaldandi lágt raungengi. Því þegar allt er lagt saman gæti hröð hækkun raungengis næstu árin aukið líkurnar á að gengi krónunnar þyrfti að lækka til að viðhalda getu þjóðarbúsins til að skapa þær gjaldeyristekjur sem þarf,“ segir í markaðspunktunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka