Fjármálaráðherra Frakklands sagðist í dag ætla að minnka halla ríkissjóðs um 3,6 milljarða evra fyrir næsta ár og koma þannig til móts við Evrópusambandið en samkvæmt reglum þess má hallinn á ríkissjóð aðildarríkja ekki nema meira en 3 prósent af landsframleiðslu þeirra.
„ Sapin, fjármálaráðherra, sagðist ætla að gera breytingar á fjárlögum næsta árs en það sagði hann vera hægt vegna þess að vaxtakostnaður ríkissjóðs væri lægri en upphaflega var talið auk þess sem skatttekjur séu hærri. Samkvæmt upphaflegum fjárlögum átti halli næsta árs að vera 4,3 prósent og þar með töluvert hærri en þak ESB kveður á um. Framkvæmdastjórn ESB þarf að samþykkja eða hafna áætlunum Frakka fyrir miðvikudaginn.
Fyrr í þessum mánuði sögðust stjórnvöld í Frakklandi ætla að ná hallanum niður fyrir Evrópusambandsins fyrir árið 2017, þegar hann ætti að verða 2,8 prósent.