Fékk nærri milljarð á Skeljungssölu

Skeljungur og P/F Magn voru seld fyrir 8 milljarða króna.
Skeljungur og P/F Magn voru seld fyrir 8 milljarða króna. mbl.is/Skeljungur

Halla Sigrún Hjart­ar­dótt­ir, stjórn­ar­formaður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME), hagnaðist um liðlega 830 millj­ón­ir króna þegar gengið var frá sölu á Skelj­ungi og fær­eyska olíu­fé­lag­inu P/​F Magn í lok árs 2013.

Fé­lag í henn­ar eigu fór með 22% eign­ar­hlut í Heddu eign­ar­halds­fé­lagi. Það fé­lag átti 66% hlut í P/​F Magn og 25% hlut í Skelj­ungi. Sam­tals nam hagnaður Heddu af sölu á hlut­un­um 3,8 millj­örðum árið 2013, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Ekki náðist í Höllu við vinnslu frétta­skýr­ing­ar­inn­ar en hún hef­ur neitað að hafa átt hlut í Skelj­ungi eða tengd­um fé­lög­um. Halla Sigrún varð stjórn­ar­formaður FME í des­em­ber 2013.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins eignaðist Halla hlut í Heddu þegar hjón­in Svan­hild­ur Nanna Vig­fús­dótt­ir og Guðmund­ur Örn Þórðar­son, sem áttu þá P/​F Magn og Skelj­ung á Íslandi, seldu 66% hlut í fé­lag­inu. Ásamt Höllu keyptu Ein­ar Örn Ólafs­son, þáver­andi for­stjóri Skelj­ungs, og Kári Þór Guðjóns­son, ráðgjafi og fyrr­ver­andi sam­starfs­fé­lagi Höllu og Ein­ars í fyr­ir­tækjaráðgjöf Íslands­banka, 22% hlut hvor um sig í fé­lag­inu. Við kaup­in eignuðust þau meiri­hluta í P/​F Magn.

Svan­hild­ur og Guðmund­ur keyptu P/​F Magn af þrota­búi Fons vorið 2009 og nam kaup­verðið aðeins á þriðja hundrað millj­ón­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins. Var fé­lagið selt, ásamt Skelj­ungi, fyr­ir átta millj­arða í árs­lok 2013.

Halla Sigrún Hjartardóttir stjórnarformaður FME.
Halla Sigrún Hjart­ar­dótt­ir stjórn­ar­formaður FME.
Einar Örn Ólafsson,
Ein­ar Örn Ólafs­son,
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK