Engin verðbólga í október

Verðbólg­an í októ­ber var eng­in þrátt fyr­ir að vísi­tala neyslu­verðs hafi hækkað um 0,14% milli mánaða. Skýr­ing­in er sú að áhrif vegna lækk­un­ar flug­far­gjalda voru of­met­in í vísi­tölu síðasta mánaðar um 0,17%. Verðbólg­an síðustu 12 mánuði er 1,9% og hef­ur verið und­ir verðbólgu­mark­miði Seðlabank­ans í 10 mánuði sam­fleytt.

Verðlag er nú stöðugra en í heil­an ára­tug og ef hækk­an­ir á hús­næði eru und­an­skild­ar er verðlag óbreytt frá því í des­em­ber 2013, seg­ir í frétt um málið á vef Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Verðbólga hef­ur verið að minnka und­an­farna mánuði og ef horft er til síðustu fjög­urra mánaða er verðbólg­an aðeins 1% á árs­grund­velli. Verðbólgu­vænt­ing­ar hafa jafn­framt hjaðnað mikið.

„Þetta eru góðar frétt­ir því á sama tíma hef­ur tek­ist að auka kaup­mátt launa eins og að var stefnt í síðustu kjara­samn­ing­um,“ seg­ir í frétt Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Fyr­ir ári síðan hvöttu Sam­tök at­vinnu­lífs­ins til þess að  launa­hækk­an­ir yrðu sam­bæri­leg­ar og í ná­granna­lönd­un­um. „Þannig væri stuðlað að stöðugu verðlagi og aukn­ingu kaup­mátt­ar launa í hæg­um en ör­ugg­um skref­um, eins og ann­ars staðar á Norður­lönd­um, en ekki með þeim öfga­fullu sveifl­um sem tíðkast hafa hér á landi. Með sam­hentu átaki aðila á vinnu­markaði, stjórn­valda, fyr­ir­tækja og starfs­fólks hef­ur þetta tek­ist.

Þessi ár­ang­ur ber þess órækt vitni að inn­leiðing nýrra vinnu­bragða á vinnu­markaði er nauðsyn­leg til að tryggja þann mikla ávinn­ing sem all­ir lands­menn njóta góðs af.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK