Jens er formaður nýrra samtaka

Jens Garðar Helgason
Jens Garðar Helgason

Í dag fór fram stofnfundur Sam­taka fyrirtækja í sjávarútvegi en þau urðu til með sameiningu Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva. Formaður nýrra samtaka er Jens Garðar Helga­son, framkvæmdastjóri Fiskimiða á Eskifirði.

Jens er fædd­ur árið 1976 og upp­al­inn á Eskif­irði. Hann var stúd­ent frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri og stundaði nám í viðskipta­fræði við Há­skóla Íslands 1997 - 2000. Jens hóf störf hjá Fiski­miðum ehf. á Eskif­irði árið 1999 og tók við starfi fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins árið 2001 og hef­ur því verið þar við störf síðan. Hann er einnig formaður bæj­ar­ráðs í Fjarðarbyggð.

Kol­beinn Árna­son, fram­kvæmda­stjóri SFS, sagði í gær í samtali við mbl að unnt væri að vinna að málefnum sjávarútvegsins í heild eftir sameininguna. „Í staðinn fyr­ir að horfa á veiðarn­ar ein­ar og sér erum við nú að horfa á mengið allt,“ sagði Kol­beinn.

Hann sagði að ný samtök myndu vinna með um­hverf­is­sjón­ar­mið og sam­fé­lags­lega ábyrgð að leiðarljósi auk þess að vinna að menntamálum í frekari mæli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK