Vilhjálmur stærsti hluthafi Kjarnans

Hluthafar í Kjarnanum
Hluthafar í Kjarnanum

 Nýir hlut­haf­ar eru komn­ir í hlut­hafa­hóps Kjarn­ans en Hjálm­ar Gísla­son leiðir hóp fjár­festa sem koma að vef­miðlin­um. Stærsti hlut­haf­inn nú er Miðeind ehf., í eigu Vil­hjálms Þor­steins­son­ar sem á 13,7 pró­sent%. 

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að Hjálm­ar Gísla­son, stofn­andi Data­mar­ket, leiði hóp fjár­festa með mikla reynslu af frum­kvöðla­starf­semi og upp­bygg­ingu nýrra fyr­ir­tækja sem koma nú inn í eig­enda­hóp Kjarn­ans. Hjálm­ar verður auk þess formaður nýrr­ar stjórn­ar Kjarn­ans. Þá munu ýms­ir sér­fræðing­ar sitja í ráðgjaf­aráði Kjarn­ans, sem verður stjórn­end­um og stjórn Kjarn­ans inn­an hand­ar og til aðstoðar við að hrinda nýj­um verk­efn­um í fram­kvæmd, sam­kvæmt til­kynn­ingu en greint var frá viðræðum Hjálm­ars og eig­enda Kjarn­ans á mbl.is þann 4. októ­ber sl.

 Stofn­end­ur og starfs­menn Kjarn­ans munu áfram eiga rúm­an meiri­hluta í fé­lag­inu, 67 pró­sent.

Miðeind ehf., í eigu Vil­hjálms Þor­steins­son­ar (13,7 pró­sent), Magnús Hall­dórs­son (13,0 pró­sent), Þórður Snær Júlí­us­son (13,0 pró­sent), Ægir Þór Ey­steins­son (11,5 pró­sent), Gísli Jó­hann Ey­steins­son (11,5 pró­sent), Hjalti Harðar­son (11,5 pró­sent), HG80 ehf. í eigu Hjálm­ars Gísla­son­ar (8,1 pró­sent), Fagri­skóg­ur ehf., í eigu Stef­áns Hrafn­kels­son­ar (6,3 pró­sent), Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son (5,0 pró­sent), Jón­as Reyn­ir Gunn­ars­son (3,2 pró­sent) og Birg­ir Þór Harðar­son (3,2 pró­sent).

 Stjórn Kjarn­ans: Hjálm­ar Gísla­son, sjálf­menntaður tölvu­for­rit­ari og frum­kvöðull. Stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Data­mar­ket, nú Qlik á Íslandi. Stjórn­ar­formaður.

Vil­hjálm­ur Þor­steins­son, fjár­fest­ir. Vil­hjálm­ur hef­ur komið víða við á meira en þrjá­tíu ára ferli sem fjár­fest­ir, frum­kvöðull og stjórn­ar­maður fyr­ir­tækja. Meðal ann­ars var hann árum sam­an stjórn­ar­formaður leikja­fyr­ir­tæk­is­ins CCP. Vil­hjálm­ur er gjald­keri stjórn­mála­flokks, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Guðrún Inga Ing­ólfs­dótt­ir, hag­fræðing­ur og starfsmaður eign­a­stýr­ing­ar Gild­is líf­eyr­is­sjóðs. Guðrún Inga hef­ur víðtæka reynslu af grein­ingu rekstr­ar fyr­ir­tækja. Þá hef­ur hún gegnt ýms­um fé­lags­störf­um, meðal ann­ars fyr­ir stjórn­mála­flokk, Sjálf­stæðis­flokk­inn. Hún sit­ur í ráðgjaf­aráði Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

Ráðgjaf­aráð:

Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, lög­fræðing­ur og hag­fræðing­ur frá HÍ, með meist­ara­próf frá NYU í New York. Ágúst Ólaf­ur var eitt sinn þingmaður og vara­formaður stjórn­mála­flokks, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Ágúst Ólaf­ur hef­ur víðtæka reynslu af sér­fræðistörf­um, bæði hér á landi og er­lend­is m.a. fyr­ir Sam­einuðu þjóðirn­ar. Hann starfar nú sem ráðgjafi hjá Capacent.

Hjalti Þór­ar­ins­son, BS í verk­fræði frá HÍ, MBA frá MIT í Bost­on. Hef­ur búið í Seattle í Banda­ríkj­un­um und­an­far­inn tæp­an ára­tug ásamt fjöl­skyldu sinni og starfað og gegnt stjórn­un­ar­störf­um í hug­búnaðar­geir­an­um, meðal ann­ars fyr­ir Microsoft. Hann stofnaði fyr­ir­tæki á Íslandi á náms­ár­um sín­um við í Há­skóla Íslands, Dimon hug­búnaðar­hús, ásamt fé­lög­um sín­um og gegndi stöðu fram­kvæmda­stjóra áður en hann fór í nám til Bost­on.

Ragn­heiður M. Magnús­dótt­ir, véla­verk­fræðing­ur og með meist­ara­próf í fram­leiðslu­verk­fræði, fram­kvæmda­stjóri Hugs­miðjunn­ar. Hún hef­ur gegnt marg­vís­leg­um ábyrgðar- og stjórn­un­ar­störf­um í bæði fjar­skipta- og hug­búnaðar­geir­an­um á far­sæl­um starfs­ferli.


Rakel Tóm­as­dótt­ir, nemi í graf­ískri hönn­un við Lista­há­skóla Íslands og viðskipta­fræði við Há­skóla Íslands. Hún hef­ur unnið sem hönnuður fyr­ir Kjarn­ann und­an­farið ár og meðal ann­ars hannað forsíður fyr­ir frétta­tíma­ritið Kjarn­ann, sem var fyrsta vara fyr­ir­tæk­is­ins, Kjarn­ans miðla ehf.

Stefán Hrafn­kels­son, meist­ara­próf í tölvu­verk­fræði frá Uni­versity of Washingt­on í Seattle. Hann hef­ur auk víðtækr­ar starf­semi er­lend­is unnið að upp­bygg­ingu Betware og for­vera þess und­an­far­in ár, sem stofn­andi, stjórn­andi og frum­kvöðull. Hann seldi ný­verið hlut sinn í Betware, en það er með vel á annað hundrað starfs­menn, aðallega tækni­menntað fólk, í höfuðstöðvum sín­um í Holta­smára í Kópa­vogi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK