Hætta sölu Windows 7 og 8

Windows 8 stýrikerfið er ekki lengur fáanlegt.
Windows 8 stýrikerfið er ekki lengur fáanlegt. AFP

Microsoft hefur formlega tekið stýrikerfin Windows 7 og 8 úr sölu og er það liður í að knýja fram endurnýjun á stýrikerfum viðskiptavina að sögn forsvarsmanna. Næsta útgáfan, Windows 10, kemur á markað á seinni hluta næsta árs.

Frá og með 31. október var ekki hægt að kaupa Home Basic, Home Premium og Ulitmate útgáfur Windows 7 stýrikerfisins og frá og með deginum í dag verður Windows 8 ekki heldur í boði. Hvorki verður hægt að nálgast stýrikerfin í búðum eða á netinu.

Búast forsvarsmenn Microsoft þó við því að breytingin muni taka sinn tíma þar sem viðskiptavinir eigi margir hverjir lager af eldri stýrikerfum.

Windows 7 stýrikerfið kom út á árinu 2009 og nýtur ennþá mikilla vinsælda en talið er að um 53 prósent viðskiptavina séu með einhverja útgáfu þess stýrikerfis í notkun. Hin vegar nota einungis um 6 prósent viðskiptavina Windows 8 útgáfuna.

BBC greinir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka