Hætta sölu Windows 7 og 8

Windows 8 stýrikerfið er ekki lengur fáanlegt.
Windows 8 stýrikerfið er ekki lengur fáanlegt. AFP

Microsoft hef­ur form­lega tekið stýri­kerf­in Windows 7 og 8 úr sölu og er það liður í að knýja fram end­ur­nýj­un á stýri­kerf­um viðskipta­vina að sögn for­svars­manna. Næsta út­gáf­an, Windows 10, kem­ur á markað á seinni hluta næsta árs.

Frá og með 31. októ­ber var ekki hægt að kaupa Home Basic, Home Premium og Ulit­ma­te út­gáf­ur Windows 7 stýri­kerf­is­ins og frá og með deg­in­um í dag verður Windows 8 ekki held­ur í boði. Hvorki verður hægt að nálg­ast stýri­kerf­in í búðum eða á net­inu.

Bú­ast for­svars­menn Microsoft þó við því að breyt­ing­in muni taka sinn tíma þar sem viðskipta­vin­ir eigi marg­ir hverj­ir lag­er af eldri stýri­kerf­um.

Windows 7 stýri­kerfið kom út á ár­inu 2009 og nýt­ur ennþá mik­illa vin­sælda en talið er að um 53 pró­sent viðskipta­vina séu með ein­hverja út­gáfu þess stýri­kerf­is í notk­un. Hin veg­ar nota ein­ung­is um 6 pró­sent viðskipta­vina Windows 8 út­gáf­una.

BBC grein­ir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK