Milljarðar eru í húfi

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður sitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður sitastjórnar Glitnis. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Slitastjórn Glitnis mun að öllu óbreyttu láta reyna á lögmæti bankaskattsins þegar hann kemur til greiðslu síðar í mánuðinum. Ekki liggur þó fyrir hvort álagningin verði kærð til Ríkisskattstjóra eða hvort mál verði höfðað á hendur ríkinu. Þetta segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar.

Hún segir lögfræðilega greiningu á lögmæti skattsins vel á veg komna og að farið verði af stað með málið ef ekki næst einhverskonar heildarlausn áður en skatturinn kemur til greiðslu. Viðræður um slíka lausn segir hún þó ekki vera í gangi.  

Óvissa um undirstöðu leiðréttingarinnar

Banka­skatt­ur­inn var lög­fest­ur á ár­inu 2010 en var hins veg­ar hækkaður veru­lega í fjár­laga­frum­varpi síðasta árs, eða úr 0,041% í 0,145%. Skatt­ur­inn var hækkaður enn frek­ar í meðferð þings­ins, eða í 0,376%. Þá var und­anþága fyr­ir­tækja í slitameðferð til að greiða skatt­inn af­num­in í des­em­ber 2013. Var þetta gert til þess að standa und­ir áform­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar um skuld­aniður­fell­ing­ar á verðtryggðum íbúðalán­um.

Í um­sögn Glitn­is um tekjuaðgerðir fjár­laga­frum­varps­ins 2014 seg­ir að skatt­lagn­ing­in sé hvorki mál­efna­leg né rök­rétt. „Það fyr­ir­komu­lag frum­varps­ins að gera skuld­ir að and­lagi skatt­heimtu er því, að mati Glitn­is, al­gjört frá­hvarf frá hefðbundn­um meg­in­regl­um og viðmiðum skatta­rétt­ar­ins þegar kem­ur að álagn­ingu skatta.“

Fjármálastofnanir greiða mest

Þá er bent á að fyr­ir­tæk­in séu ein­mitt í slitameðferð vegna þess að þau gátu ekki staðið und­ir öll­um skuld­bind­ing­um sín­um „auk þess sem þegar ligg­ur fyr­ir að hluti þess­ara krafna mun falla niður við lok slitameðferðar­inn­ar þar sem eign­ir slita­bú­anna eru ekki næg­ar 
til þess að tryggja full­ar end­ur­heimt­ur.“

Samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem birt var þann 31. október greiða fjármálastofnanir mest í skatta og sitja þrír bankar í efstu sætunum; Kaupþing, sem greiðir 14,6 milljarða, Landsbankinn sem greiðir tæpa 13 milljarða og Glitnir sem greiðir tæpa 12 milljarða.

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2015 er áætlað er að tekj­ur rík­is­sjóðs af banka­skatti verði ná­lægt 39 millj­örðum króna fyr­ir árin 2014 og 2015.

Í fjárlagafrumvarpinu er áætlað að tekjur ríkissjóðs af bankaskattinum verði …
Í fjárlagafrumvarpinu er áætlað að tekjur ríkissjóðs af bankaskattinum verði nálægt 39 milljörðum fyrir árin 2014 og 2015. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK