Fjórðungur með neikvætt eigið fé

Ásdís segir framleiðni í byggingargeiranum hafa minnkað frá hruni.
Ásdís segir framleiðni í byggingargeiranum hafa minnkað frá hruni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórðungur fyrirtækja í byggingariðnaði er með neikvætt eigið fé, að sögn Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún heldur erindi í dag á Stefnumóti byggingariðnaðarins, um hagræna þýðingu og stöðu íslensks byggingariðnaðar.

„Eigið fé fyrirtækja í byggingariðnaði þurrkaðist upp í kjölfar hrunsins en byggist nú hægt og bítandi upp. Engu að síður var fjórðungur fyrirtækja með heildareignir yfir tíu milljónum í greininni með neikvætt eigið fé í árslok 2013,“ segir Ásdís í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Arðsemi eigin fjár var að meðaltali neikvæð um 18% árið 2010 en var orðin jákvæð um 41% árið 2013. Skuldir fyrirtækja í byggingastarfsemi ríflega tvöfölduðust á árunum 2004 til 2007 en skuldastaðan hefur batnað mjög hratt. Lækkuðu skuldir greinarinnar úr 360 milljörðum árið 2007, í 120 milljarða árið 2013.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK