Sjöfaldur ábati af áfengi í verslunum

Hagkvæmara er fyrir þjóðarbúið að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum …
Hagkvæmara er fyrir þjóðarbúið að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum en að byggja Vaðlaheiðagöng samkvæmt útreikningum Óttars. Heiðar Kristjánsson

Þjóðhagslegur sparnaður við að leyfa sölu léttvíns og bjórs við hlið annarrar drykkjarvöru í matvöruverslunum er sjöfaldur þeim þjóðhagslega ábata sem vænst er af byggingu Vaðlaheiðarganga.

Þetta kemur fram í grein sem hagfræðingurinn Óttar Guðjónsson ritar í í Morgunblaðið í dag. „Við fyrstu sýn kann að virðast sem Vaðlaheiðargöng og vínbúðir eigi ekki marga sameiginlega fleti. Það þarf sennilega hagfræðing til að sjá nokkuð sameiginlegt með þessu tvennu, enn fremur að nota sömu aðferðir við að meta þjóðhagslegan kostnað og ávinning af þessu tvennu,“ skrifar Óttar.

Reiknar hann út að tímasparnaðurinn með byggingu Vaðlaheiðarganga sé 138.600 klukkustundir á ári en hins vegar myndu sparast 967.500 klukkustundir á ári ef áfengi færi í matvöruverslanir.

Villa var í greininni í Morgunblaðinu í dag og birtist hún leiðrétt í heild sinni hér að neðan.

Tímasparnaður helsti ábatinn

„Það er nefnilega þannig að stærsti þjóðhagslegi ábatinn við byggingu Vaðlaheiðarganga er tímasparnaður við ferðir eftir að göngin eru komin í gagnið, rúmlega 95%.“

Í greininni kemur fram að samkvæmt ársskýrslu ÁTVR hafi sala á sterku víni, þ.e. áfengi með meira en 22% áfengismagn, einungis verið um 4% af veltu fyrirtækisins. „Mín tilfinning er sú að stærstur ávinningur af því að heimila sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum sé einmitt sá tímasparnaður sem í því felst fyrir landsmenn. Því fannst mér áhugavert að bera saman nokkrar forsendur útreikninga á þessu.“

Óttar gefur sér í greininni að tímasparnaður af því að kaupa léttvín og bjór sé að meðaltali 15 mínútur. „Hann gæti verið minni eða meiri og breytast niðurstöður línulega með minni eða meiri tímasparnaði. Hafa ber í huga að til dæmis er hvorki útsölustaður ÁTVR í Grafarvogi né Grafarholti þar sem búa u.þ.b. 24.000 manns og næsti útsölustaður er vínbúðin Heiðrún í Árbæ.“

Leiðrétt útgáfa: Vaðlaheiðargöng og vínbúðir

Við fyrstu sýn kann að virðast sem Vaðlaheiðagöng og vínbúðir eigi ekki marga sameiginlega fleti. Það þarf sennilega hagfræðing til að sjá nokkuð sameinginlegt með þessu tvennu, enn fremur að nota sömu aðferðir við að meta þjóðhagslegan kostnað og ávinning af þessu tvennu. Það er nefnilega þannig að stærsti þjóhagslegi ábatinn við byggingu Vaðlaheiðarganga er tímasparnaður við ferðir eftir að göngin eru komin í gagnið, rúmlega 95%. Samkvæmt ársskýrslu ÁTVR var sala á sterku víni (>22% áfengismagn) einungis 4% af veltu fyrirtækisins. Mín tilfinning er sú að stærstur ávinningur af því að heimila sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum sé einmitt sá tímasparnaður sem í því felst fyrir landsmenn. Því fannst mér áhugavert að bera saman nokkrar forsendur útreikninga á þessu.

Hér gef ég mér að tímasparnaður af því að versla léttvín og bjór sé að meðaltali 15 mínútur, hann gæti verið minni eða meiri og breytast niðurstöður línulega með minni eða meiri tímasparnaði. Hafa ber í huga að til dæmis er hvorki útsölustaður ÁTVR í Grafavogi né Grafarholti þar sem búa u.þ.b. 24.000 manns og næsti útsölustaður er vínbúðin Heiðrún í Árbæ.

Miðað við þessar forsendur er þjóðhagslegur sparnaður við að leyfa sölu léttvíns og bjórs við hlið annarrar drykkjarvöru í matvöruverslunum sjöfaldur þeim þjóðhagslega ábata sem vænst er af byggingu Vaðlaheiðaganga.

Óttar Guðjónsson
Óttar Guðjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK