Hjón kaupa 30 íbúðir í Kópavogi

Fjölbýlishús í byggingu í Austurkór.
Fjölbýlishús í byggingu í Austurkór. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Einkahlutafélagið Túnfljót keypti 30 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Austurkór 63-65, eða allar íbúðirnar. Seljandi var Dverghamar ehf.

Samkvæmt kaupsamningi frá 12. júní sl. var kaupverð íbúðanna 970 milljónir króna, eða sem svarar 32,3 milljónum króna á íbúð. Í stjórn Túnfljóts sitja hjónin Magnús P. Örnólfsson og Anna Björg Petersen og er heimilisfang félagsins það sama og lögheimili þeirra.

Fram kemur í kaupsamningi að „birt stærð íbúða hins selda skv. nýjum, óþinglýstum eignaskiptasamningum [sé] samtals 3.298,4 fermetrar“. Samkvæmt því var kaupverð á fermetra um 294 þúsund krónur.

37.200 krónur á fermetra

Alls eru 14 íbúðir í Austurkór 63 og 16 íbúðir í Austurkór 65. Valdar voru átta íbúðir af handahófi í húsunum tveimur á vef fasteignasölunnar Borgar, ein á hverri hæð í hvoru húsi, þar af tvær íbúðir á 2. hæð í Austurkór 63. Fermetraverðið var frá 317,2 þúsund og upp í 346,6 þúsund. Að meðaltali var söluverðið á fermetra 331,3 þúsund, eða um 37,2 þúsund yfir kaupverði. Mögulegur hagnaður af sölu íbúðanna 30 er skv. þessu um 123 milljónir króna. Á umræddum vef segir að afhending íbúða fari fram í ágúst og október 2014. Tvær íbúðanna voru seldar þegar vefurinn var skoðaður í gær.

Eins og Morgunblaðið hefur greint frá síðustu daga keypti félagið Stakkholt-miðbær 48 íbúðir í Stakkholti 2a. Það hús er nú í byggingu. Þá keypti einkahlutafélagið MýrInVest í árslok 2012 alls 31 af 68 íbúðum í óbyggðri blokk á Mýrargötu 26. Í þessum þremur dæmum hafa heildsalar keypt 109 íbúðir til endursölu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK