Íslendingar fara frekar út á haustin

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sigurgeir Sigurðsson

Utanlandsferðir á haustin virðast orðnar vinsælli meðal Íslendinga en sumarferðir. Á síðastliðnum tveimur árum hafa fleiri Íslendingar farið út í september og október en í júlí og ágúst.

Þetta kemur fram í frétt Túrista. Í september og október innrituðu samtals 78.172 Íslendingar sig í flug á Keflavíkurflugvelli en þeir voru hins vegar 76.458 í júlí og ágúst. Haustmánuðirnir tveir voru þá einnig vinsælli í fyrra en árin þar á undan voru ávallt fleiri Íslendingar í útlöndum í júlí og ágúst en í september og október.

Aðeins október 2007 slær út október 2014

Í október innrituðu 40.762 Íslendingar sig í flug á Keflavíkurflugvelli samkvæmt talningu Ferðamálastofu og leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna októbermánuð þar sem fleiri Íslendingar voru á ferðinni í útlöndum.

Í fyrra var október sá mánuður ársins sem flestir Íslendingar ferðuðust til annarra landa og það var í fyrsta skipti sem einn af sumarmánuðunum var ekki sá vinsælasti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK