Íslendingar fara frekar út á haustin

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sigurgeir Sigurðsson

Ut­an­lands­ferðir á haust­in virðast orðnar vin­sælli meðal Íslend­inga en sum­ar­ferðir. Á síðastliðnum tveim­ur árum hafa fleiri Íslend­ing­ar farið út í sept­em­ber og októ­ber en í júlí og ág­úst.

Þetta kem­ur fram í frétt Túrista. Í sept­em­ber og októ­ber inn­rituðu sam­tals 78.172 Íslend­ing­ar sig í flug á Kefla­vík­ur­flug­velli en þeir voru hins veg­ar 76.458 í júlí og ág­úst. Haust­mánuðirn­ir tveir voru þá einnig vin­sælli í fyrra en árin þar á und­an voru ávallt fleiri Íslend­ing­ar í út­lönd­um í júlí og ág­úst en í sept­em­ber og októ­ber.

Aðeins októ­ber 2007 slær út októ­ber 2014

Í októ­ber inn­rituðu 40.762 Íslend­ing­ar sig í flug á Kefla­vík­ur­flug­velli sam­kvæmt taln­ingu Ferðamála­stofu og leita þarf aft­ur til árs­ins 2007 til að finna októ­ber­mánuð þar sem fleiri Íslend­ing­ar voru á ferðinni í út­lönd­um.

Í fyrra var októ­ber sá mánuður árs­ins sem flest­ir Íslend­ing­ar ferðuðust til annarra landa og það var í fyrsta skipti sem einn af sum­ar­mánuðunum var ekki sá vin­sæl­asti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK