Á næstu dögum verður niðurstaða skuldaleiðréttingarinnar kynnt og hefur Landsbankinn sent frá sér leiðbeiningar um hvernig sé hægt að nálgast niðurstöðuna en til að samþykkja hana þarf að notast við rafræn skilríki. Samþykki skuldaleiðréttingarinnar hefst í desember og er áætlað að einstaklingar hafi níutíu daga til að undirrita og samþykkja niðurstöðuna.
Gert er ráð fyrir að leiðréttingin verði kynnt opinberlega mánudaginn 10. nóvember og niðurstaðan birtist umsækjendum daginn eftir, eða 11. nóvember. Alls bárust um 69 þúsund umsóknir um leiðréttingu húsnæðislána frá um 105 þúsund kennitölum og nota þarf rafræn skilríki til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar.
Í septembermánuði voru þegar hátt í 100 þúsund manns með virk rafræn skilríki en öðrum er bent á að tryggja sér rafræn skilríki tímanlega og strax í nóvember til að forðast langa bið þar sem búist er við töluverði ásókn þar á eftir.
Þeir sem eiga rétt á leiðréttingunni þurfa að samþykkja niðurstöður hennar á vefnum leiðretting.is. Til þess að gera það þarf að gera eftirfarandi:
Ákvörðun var tekin um nýtingu rafrænna skilríkja til að tryggja öryggi umsækjenda og efla örugg rafræn viðskipti á Íslandi að sögn Fjármálaráðuneytisins. Skilríkin eru fáanleg á öllum farsímum og kortum og eru að sögn þægileg og einföld í notkun, einungis þarf eitt 4 til 8 stafa númer.