Já braut lög með alvarlegum hætti

Katrín Olga Jóhannesdóttir stjórnarformaður Já og Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri …
Katrín Olga Jóhannesdóttir stjórnarformaður Já og Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri Já.

Verðlagning Já upplýsingaveitu fyrir aðgang að gagnagrunni fyrirtækisins var óhófleg og til þess fallin að útiloka samkeppni. Já braut með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum og hefur Samkeppniseftirlitið gert fyrirtækinu að greiða 50 milljónir króna í stjórnvaldssekt.

Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var í dag en fyrir þremur árum kærði 1800 Já fyrir að hindra samkeppni með ólögmætum hætti. Samkeppniseftirlitið hefur nú staðfest að Já upplýsingaveitur ehf brutu samkeppnislög í samskiptum við 1800. 

Í kjölfar þessa hafa stjórnendur 1800 ákveðið að leita réttar síns gagnvart Já fyrir dómstólum.

Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins kemur fram að verðlagning Já fyrir fyrir aðgang að gagnagrunninum var óhófleg og til þess fallin að útiloka samkeppni. Þrátt fyrir að forveri Já hafi lýst því yfir að aðgangur að gagnagrunninum yrði veittur á jafnréttisgrundvelli var það ekki raunin hjá Já.

Fyrir liggur að þeir sem hugðust nýta gagnagrunnin með þeim hætti að leitt gæti til samkeppni við Já var gert að greiða mun hærra verð en þeim sem engin samkeppnisleg ógn stóð af. Já bauð slíkum aðilum verð sem var tugum milljóna króna lægra á ársgrundvelli fyrir aðgang að sömu upplýsingum. Háttsemi Já að þessu leyti er hvorki málefnaleg né sanngjörn og ekki samræmi við þær ríku kröfur sem hvíla samkvæmt samkeppnislögum á fyrirtæki í yfirburðastöðu.

Liggur því fyrir að Já í raun synjað mögulegum keppinautum um aðgang að ómissandi aðstöðu félagsins og hefur með þeim hætti viðhaldið eða styrkt markaðsráðandi stöðu sína. Hefur Já því með alvarlegum hætti brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga. Vegna þessara brota er Já gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 50 milljónir króna í ríkissjóð.

Í ákvörðunarorðum beinir Samkeppniseftirlitið tilteknum fyrirmælum til Já sem fela í sér skyldu til að gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis gagnvart þeim aðilum sem óska eftir aðgangi að upplýsingum í gagnagrunni félagsins.

Fela fyrirmælin m.a. í sér eftirfarandi: Upplýsingastarfsemi Já annars vegar og keppinautar félagsins hins vegar hafi jafnan aðgang að upplýsingum í gagnagrunni félagsins með sama verði og skilmálum, gæðum og þjónustustigi. Aðgangur að gagnagrunninum og tenging mögulegra keppinauta Já í upplýsingamiðlun verði með sama hætti og smásala Já í upplýsingamiðlun hefur.

Er þessum fyrirmælum til Já ætlað að efla samkeppni og fjölga valkostum neytenda í upplýsingaþjónustu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK