Margir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins þar sem jólahátíðin nálgast óðfluga með tilheyrandi jólabakstri. Talsmaður landbúnaðarráðuneytisins segir að skortinn megi rekja til þess að óvanalega heitt hafi verið í sumar og voru kýrnar úrvinda í hitanum og mjólkuðu því minna en vanalega. Þá hafa kúabændur sett það í forgang að viðhalda mjólkinni í búðunum og hefur því minna verið til af smjöri.
Stjórnvöld gripu til aðgerða vegna skortsins í maí og fluttu inn um sjö þúsund tonn af smjöri auk þrjú þúsund tonna til viðbótar í september en þetta er í fyrsta skipti í fleiri ár sem nauðsynlegt hefur verið í Japan að kaupa svo mikið magn af innfluttum mjólkurvörum.
Að sögn talsmanns landbúnaðarráðuneytisins er um 30 prósent minna af mjólkurvörum í umferð nú en á sama tíma í fyrra.