Karlar snuðaðir í Victoria's Secret

Undirfatafyrirsætur hjá Victoria Secret
Undirfatafyrirsætur hjá Victoria Secret AFP

Fyrr­um starfs­kona Victoria's Secret und­irfata­versl­un­ar­inn­ar í Chigaco í Banda­ríkj­un­um seg­ir starfs­fólk hafa verið þjálfað til þess að koma öðru­vísi fram við karl­menn en kon­ur í versl­un­inni.

Hún seg­ir for­svars­menn keðjunn­ar hafa áttað sig á því að karl­menn væru nán­ast til í að kaupa hvað sem er til þess að kom­ast sem fyrst út úr búðinni. Og það þýddi að þeir væru til­bún­ir til að eyða meiri pen­ing.

Starfs­mönn­um var leiðbeint um að láta kon­ur hafa til­boðsmiða er sýndu að hægt væri að fá magnafslátt ef þú keypt­ir til dæm­is fimm nær­bux­ur. Hins veg­ar væri karl­mönn­um gjarn­an seld­ar nær­bux­urn­ar á fullu verði. Fyrr­um starfs­kon­an sagði kon­ur gjarn­an vera meðvitaðri um eyðslu sína og því væri þeim bent á til­boðin. Sagði hún hins veg­ar að karl­menn væru al­mennt vand­ræðal­eg­ir í þess­um aðstæðum og spyrðu því hvorki um af­slátt né nokk­urra annarra spurn­inga. Þetta seg­ir hún leiða af sér að starfs­fólkið berst um karl­kyns viðskipta­vini vegna hærri söluþókn­un­ar.

Victori­as's Secret er talið ráða yfir 35% markaðshlut­deild á nærfata­markaðnum og kemst ekk­ert annað fyr­ir­tæki því ná­lægt.

Bus­iness Insi­der grein­ir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka