Karlar snuðaðir í Victoria's Secret

Undirfatafyrirsætur hjá Victoria Secret
Undirfatafyrirsætur hjá Victoria Secret AFP

Fyrrum starfskona Victoria's Secret undirfataverslunarinnar í Chigaco í Bandaríkjunum segir starfsfólk hafa verið þjálfað til þess að koma öðruvísi fram við karlmenn en konur í versluninni.

Hún segir forsvarsmenn keðjunnar hafa áttað sig á því að karlmenn væru nánast til í að kaupa hvað sem er til þess að komast sem fyrst út úr búðinni. Og það þýddi að þeir væru tilbúnir til að eyða meiri pening.

Starfsmönnum var leiðbeint um að láta konur hafa tilboðsmiða er sýndu að hægt væri að fá magnafslátt ef þú keyptir til dæmis fimm nærbuxur. Hins vegar væri karlmönnum gjarnan seldar nærbuxurnar á fullu verði. Fyrrum starfskonan sagði konur gjarnan vera meðvitaðri um eyðslu sína og því væri þeim bent á tilboðin. Sagði hún hins vegar að karlmenn væru almennt vandræðalegir í þessum aðstæðum og spyrðu því hvorki um afslátt né nokkurra annarra spurninga. Þetta segir hún leiða af sér að starfsfólkið berst um karlkyns viðskiptavini vegna hærri söluþóknunar.

Victorias's Secret er talið ráða yfir 35% markaðshlutdeild á nærfatamarkaðnum og kemst ekkert annað fyrirtæki því nálægt.

Business Insider greinir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK