Fullkomlega óraunhæf skattlagning

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður sitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður sitastjórnar Glitnis. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Formaður slita­stjórn­ar Glitn­is seg­ir 35 pró­sent skatt­lagn­ingu á greiðslur yfir landa­mæri úr slita­bú­um föllnu bank­anna vera full­kom­lega óraun­hæfa hug­mynd.

Í um­fjöll­un um málið í Morg­un­blaðinu í dag var greint frá því að í fyr­ir­liggj­andi til­lög­um fram­kvæmda­stjórn­ar stjórn­valda um af­nám hafta að út­göngu­gjaldið svo­kallaða verði 35 pró­sent. Sam­kvæmt þessu gætu slita­bú­in þurft að greiða sam­tals yfir fimm hundruð millj­arða króna í sér­stak­an skatt til rík­is­ins vilji þau und­anþágu frá fjár­magns­höft­um til að inna af hendi greiðslur úr landi til kröfu­hafa. Bók­fært virði eigna slita­búa Kaupþings, Glitn­is og gamla Lands­bank­ans (LBI) nam tæp­lega 2.600 millj­örðum króna um mitt þetta ár og eiga er­lend­ir aðilar eiga 94% allra krafna á hend­ur bú­un­um.

Stein­unn Guðbjarts­dótt­ir, formaður slita­stjórn­ar Glitn­is, seg­ist hafa orðið vör við umræðu um ýms­ar töl­ur án þess að málið hafi þó sér­stak­lega verið rætt við fyr­ir­svars­menn bú­anna. Hún sagðist þó aldrei hafa heyrt neitt í lík­ingu við þetta og seg­ir slíka skatt­lagn­ingu full­kom­lega óraun­hæfa, standi á annað borð vilji til þess að leysa mál­in. Vildi hún þó ekki tjá sig um málið að öðru leyti á þessu stigi.

Dýr­keypt­ur for­gang­ur

Í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins seg­ir að fari slita­bú­in fram á að fá samþykkt­ar und­anþágu­beiðnir frá höft­um til greiðslu gjald­eyr­is til kröfu­hafa, líkt og áformað er í til­lög­um þeirra að nauðasamn­ingi, er talið eðli­legt að þau greiði fyr­ir slík­an for­gang í formi skatt­lagn­ing­ar.

For­sæt­is- og fjár­málaráðherra hafa ít­rekað að mik­il­vægt sé að tryggja jafn­ræði við los­un hafta. Útgöngu­gjaldið er því yf­ir­lýs­ing af hálfu ís­lenskra stjórn­valda um að mögu­leg­ar greiðslur úr slita­bú­un­um yfir landa­mæri verði meðhöndlaðar með sama hætti og gild­ir um aðra ís­lenska lögaðila. Skipt­ir þá engu máli hvort greiðslurn­ar eru fram­kvæmd­ar í krón­um eða gjald­eyri enda eigi kröfu­haf­ar aðeins kröf­ur í krón­um á ís­lensk slita­bú. 

Greiði gjald fyr­ir for­gang

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er lagt til 35% útgöngugjald fyrir slitabú …
Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er lagt til 35% út­göngu­gjald fyr­ir slita­bú föllnu bank­anna.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK