Ríkið getur tæmt þrotabúin

Ríkið gæti herjað á föllnu bankanna með skattlagningu.
Ríkið gæti herjað á föllnu bankanna með skattlagningu.

Rík­is­sjóður gæti með skatt­lagn­ingu herjað á eigna­mik­il þrota­bú, líkt og hina föllnu viðskipta­banka, og tæmt þau þannig að aðrir kröfu­haf­ar sætu eft­ir með sárt ennið.

Þetta kem­ur fram í grein sem Guðbjörg Þor­steins­dótt­ir, lög­fræðing­ur og verk­efna­stjóri á skatta- og lög­fræðisviði Deloitte skrif­ar í Viðskiptamogg­ann í dag. Þar seg­ir hún að út­göngu­skatt­ur­inn svo­nefndi væri kannski óþarf­ur ef Rík­is­skatt­stjóri geng­ur fram með ann­arri skatt­lagn­ingu.

Skatt­ur­inn geng­ur fram­ar öðrum kröf­um

Þegar skuld­ir þrota­bús eru um­fram eign­ir telst mis­mun­ur­inn til skatt­skyld­ar eft­ir­gjaf­ar og ber sam­kvæmt því 36 pró­sent tekju­skatt. Þetta á þó aðeins við um lögaðila í at­vinnu­rekstri þar sem ein­stak­ling­ar eru und­anþegn­ir þessu sam­kvæmt tekju­skatts­lög­um.

Skatt­lagn­ing sem þessi fell­ur til á meðan gjaldþrota­skipt­um stend­ur og telst því búskrafa, sem geng­ur fram­ar for­gangs­kröf­um og al­menn­um kröf­um. Er þetta vegna þess að litið er á skatt­inn sem hluta skipta­kostnaðar.

All­ar eign­ir í rík­is­sjóð

Til frek­ari út­skýr­ing­ar nefn­ir Guðbjörg sem dæmi þrota­bú sem á eign­ir sam­tals að verðmæti 10 millj­ón­ir króna. Skuld­ir bús­ins nema hins veg­ar 45 millj­ón­um. Þá myndi leggj­ast 36% tekju­skatt­ur á 35 millj­ón­ir, eða mis­mun­inn. Þyrfti þrota­búið sam­kvæmt þessu að greiða alls 12,6 millj­ón­ir króna í tekju­skatt.

Þar með myndi álagður tekju­skatt­ur vegna eft­ir­gjaf­ar­inn­ar vera hærri en sem næmi eign­um bús­ins og all­ar eign­ir þrota­bús­ins, að frá­töld­um öðrum skipta­kostnaði, rynnu þar með í rík­is­sjóð

Á þetta hef­ur þó ekki ennþá reynt, en sam­kvæmt þessu tel­ur Guðbjörg að fjöl­mörg þrota­bú gætu staðið frammi fyr­ir gríðarlegri skatt­lagn­ingu og þar með upp­töku allra eigna sinna á kostnað annarra kröfu­hafa.

Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte.
Guðbjörg Þor­steins­dótt­ir, lög­fræðing­ur og verk­efna­stjóri á skatta- og lög­fræðisviði Deloitte.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK