Stefán þarf að greiða 50 milljónir

Tíu fermetra herbergi í Dalshrauni eru leigð á fyrir 55 …
Tíu fermetra herbergi í Dalshrauni eru leigð á fyrir 55 þúsund krónur.

Stefán Kjærnested var í gær dæmdur til að greiða Landsbankanum 50 milljón króna skuld vegna sjálfskuldarábyrgðar er hann tókst á hendur gagnvart Landsbanka Íslands vegna 80 milljóna króna láns til félags í hans eigu, Húsaleigu ehf.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota hinn 5. febrúar sl. og var skiptum í því lokið 3. júlí án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur sem námu alls rúmum 707 milljónum króna.

Átti umdeildar íbúðir í iðnaðarhúsnæði

Stefán var stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins sem átti meðal annars iðnaðarhúsnæði í Dalshrauni og Funahöfða sem breytt hafði verið í leiguíbúðir sem m.a. voru leigðar út í samstarfi við starfsmannaleiguna IntJob, móðurfélag Húsaleigu ehf.

Málsvörn Stefáns byggðist meðal annars á því að hann væri eignalaus, fyrir utan þann hlut sem hann ætti í Húsaleigu ehf., og svigrúm hans til að standa við skuldbindingar sínar við Landsbankann samkvæmt sjálfskuldarábyrgðinni væri því ekkert. Þá sagði að félagið hefði staðið í skilum með skuldbindingar sínar fyrir fjármáláfallið 2008 en í kjölfar þess hruns sem varð á fjármálamörkuðum hafi rekstur fyrirtækisins jafnframt hrunið. Um leið hafi Stefán þar með að mestu orðið tekjulaus.

Ekki náðist í Stefán við vinnslu fréttarinnar.

Áður hefur verið fjallað slæman aðbúnað í fyrrnefndum leiguíbúðum en í janúar sl. tók blaðamaður mbl. viðtal við íbúa í Dalshrauni sem leigði þar 10 fermetra herbergi fyrir 55 þúsund krónur á mánuði.

Skammast sín fyrir að búa í Dalshrauni

Hann sagði að engir leigusamningar væru gerðir, heldur þyrfti ein­ung­is að greiða tvo mánuði fram í tím­ann þar sem helm­ing­ur­inn væri trygg­ing­ar­gjald. Þá sagði hann að leigjendur hefðu áður aðeins mátt greiða leig­una í bein­hörðum pen­ing­um sem ör­ygg­is­vörður sá gjarn­an um að koma og inn­heimta. Húsnæðið var þá ekki skráð sem íbúðar­hús­næði og leigjendur áttu því ekki rétt á leigubótum.

Lýst var hvernig leigjendur hefðu gefist upp á því að biðja eigandann um að koma einhverju í lag og að flestir reyndu því frekar að gera við hlutina sjálfir. Hann sagði ómögu­legt  að taka á móti fjög­urra ára göml­um syni sín­um sem hann á með ís­lenskri konu og deil­ir for­ræði með í Dals­hraunið, þar sem fé­lags­mála­yf­ir­völd taki strangt á því ef þau kom­ast að því að börn dvelji í slíku hús­næði. Þá sagðist hann skamm­ast sín fyr­ir að búa í Dals­hrauni. „Hér er skít­ugt, það er vond lykt hérna og vin­ir mín­ir sem af ein­hverj­um ástæðum hafa þurft að koma við hrista höfuðið þegar þeir sjá aðstæðurn­ar,“ sagði hann.

Stóð til að kæra umfjöllun

Fjallað var um aðbúnað er­lendra verka­manna á Íslandi í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 á árinu 2007 þar sem meðal annars var farið yfir aðstæður í íbúðum í eigu Húsaleigu ehf. Sendi félagið í kjölfarið frá sér yf­ir­lýs­ingu, þar sem kem­ur fram kom að lög­manni fyr­ir­tæk­is­ins hafði verið falið að leggja fram kæru á hend­ur for­svars­mönn­um sjón­varpsþátt­ar­ins og skorað var á þá að hætta við umfjöllunina. Ekki var hins vegar orðið við beiðninni og ekki varð heldur neitt af málshöfðuninni.

Frétt mbl: Lítið pláss fyrir sjálfsvirðingu

Iðnaðarhúsnæðið í Dalshrauni.
Iðnaðarhúsnæðið í Dalshrauni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK