Fimmtán ára skólastrákur frá Bretlandi hefur grætt rúmar 2,7 milljónir króna, eða um 14 þúsund pund, á því að selja samnemendum sínum nammi í skólanum. Þetta gerði hann hins vegar í leyfisleysi og á nú á hættu að verða rekinn úr skólanum haldi hann þessari arðbæru starfsemi áfram.
Strákurinn, Tommie Rose, seldi súkkulaði, snakk og gos í Buile Hill-skólanum í Salford í Bretlandi en góðgætið keypti hann ódýrt hjá heildsölum og seldi með vænni álagningu. Þá réði hann einnig tvo vini sína í vinnu og greiddi þeim 5,50 pund fyrir daginn, eða rúmar eitt þúsund íslenskar krónur.
Skólastjórnendur voru þó ekki sáttir með athæfið þar sem það gengur gegn stefnu skólans er leggur áherslu á heilbrigt mataræði og hefur sakað hann um svartamarkaðsbrask með nammi.
Ágóðann, sem nemur um 60 til sjötíu pundum á dag, leggur Tommie inn á bankabók og safnar fyrir skjólagjöldum í háskóla þar sem hann ætlar að læra viðskiptafræði.
Machester Evening News greinir frá þessu.