Segir íslenskar útgerðir greiða meira til samfélagsins

mbl.is/Sigurður Bogi

Íslenskar útgerðir greiða hlutfallslega mun meira í opinber gjöld en tíðkast í öðrum löndum þar sem auðlindagjald þekkist. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Steins Einarssonar, sjávarútvegsfræðings hjá Síldarvinnslunni, á Sjávarútvegsráðstefnunni í gær.

Sigurður gerði úttekt á öllum helstu opinberu gjöldum sem íslenskar útgerðir greiða og bar saman við opinber gjöld í Noregi, Nýfundnalandi, Nýja-Sjálandi, Síle, Grænlandi og Færeyjum. „Íslenskar útgerðir greiða auk auðlindagjalds, hafnargjöld, kolefnisgjald, stimpilgjöld og launatengd gjöld á borð við tryggingargjald. Í stuttu máli er samanburðurinn óhagstæður gagnvart Íslandi.“

Hann telur mun fleiri gjöld en veiðigjaldið geta flokkast sem auðlindagjald. „Auðlindagjald í formi sérstaks veiðigjalds er hugsað sem endurgjald fyrir afnot af auðlindinni en það sama má segja um ýmis önnur gjöld og álögur á sjávarútveginn. Maður verður að líta á heildarmyndina til að átta sig fyllilega á umfangi endurgjalds fyrir afnot af auðlindinni.“ Hann segir veiðigjaldið í raun toppinn á ísjakanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK