Í stutt pils og upp með brjóstin

iSTV
iSTV

Starfskonur auglýsingadeildar iSTV voru beðnar um að fara í stutt pils, háhælaða skó, ýta upp brjóstunum, fara í flegnar skyrtur og fara þannig með samninga til þeirra sem þurftu að skrifa undir.

Þetta segir Jóna María Hafsteinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður sjónvarpsstöðvarinnar. Eins og áður hefur komið fram hefur starfsfólk og þáttagerðarfólk iSTV ekki fengið greidd laun fyrir vinnu sína frá því í sumar.

Ráða frekar gleðikonur

Jóna María ber Þorsteini Steingrímssyni, stjórnarformanni stöðvarinnar, ekki vel söguna og segir hann hafa borið upp fyrrgreinda bón þegar honum fannst sem ekki hefði tekist nógu vel að selja auglýsingapláss. Honum hafði þó áður verið sagt að erfiðlega gæti gengið að ná samningum um mitt sumar þegar flestir væru í sumarfríi auk þess sem sjónvarpsstöðin væri ný á markaði og tíma tæki að byggja upp viðskiptatengsl.

Starfsfólk auglýsingadeildarinnar brást illa við bóninni og spurði Þorstein hvort hann vildi ekki fremur ráða gleðikonur. Sagðist hann vel getað hugsað sér það.

„Þið þurfið að dressa ykkur upp“

Aðspurður segist Þorsteinn hafa tekið starfsmenn auglýsingadeildarinnar á teppið vegna lélegs árangurs.

„Ég sagði við þær að annaðhvort væru þær ómögulegar sölukonur eða að gera hlutina rangt,“ segir Þorsteinn í samtali við mbl.is. Hann sagðist hafa bent þeim á að þær sætu bara á skrifstofunni en ef maður vildi ná árangri þyrfti að mæta á staðinn.

„Maður hefur sig huggulegan og gerir sig til fyrir viðskiptavininn. Þá spurðu þær hvernig ætti að gera það,“ segir hann. „Ég sagði að maður þyrfti að vera í huggulegum klæðnaði. Þið þurfið að dressa ykkur upp sagði ég. Jafnvel að vera í stuttum pilsum. Þetta sagði ég og meina það og dreg ekkert úr því,“ bætir Þorsteinn við.

Lokaði skrifstofunni í september

Bald­vin Heim­is­son, stjórn­ar­maður hjá iSTV, sagði í samtali við mbl. á dögunum að launamálin væru í vinnslu og vonaðist til þess að hlutirnir myndu skýrast á næstu dögum. Jóna María segir Þorstein hins vegar hafa dregið alla starfsmenn stöðvarinnar á asnaeyrunum mánuðum saman. Í september hefði hann lokað skrifstofunni og hvorki starfsmenn né þáttagerðarfólk hefði komist þar inn.

Fram­kvæmda­stjóri, markaðsstjóri og dag­skrár­stjóri sjón­varps­stöðvar­inn­ar, þeir Jón E. Árna­son, Björn T. Hauks­son og Guðmundur Týr Þór­ar­ins­son, hættu all­ir störf­um í sept­em­ber og báru við trúnaðarbresti og sam­starfs­örðug­leik­um við stjórn og aðal­eig­end­ur sjón­varps­stöðvar­inn­ar. Jóna María bendir á að fyrrnefndir menn eigi allir hlut í stöðinni sem þeir fengu afhentan í staðinn fyrir vinnuframlag sitt en í dag vill Þorsteinn fá hlutina til baka. Þeir hyggjast þó ekki skila hlutunum fyrr en Þorsteinn hefur gert upp launamálin að sögn Jónu Maríu. „Þeim er skítsama um þessa hluti en hann fær þá ekki fyrr en hann gerir hreint fyrir sínum dyrum.“

Frétt mbl.is: ISTV greiðir ekki fyrir sýnt efni

Frétt mbl.is: ISTV sankar að sér nýju efni

Teymið er upphaflega stóð á bak við stöðina: Mummi, Jóna …
Teymið er upphaflega stóð á bak við stöðina: Mummi, Jóna María Haf­steins­dótt­ir, Kol­brún Ingi­bergs­dótt­ir, Har­ald­ur Sig­ur­jóns­son, Sig­ur­jón Har­alds­son, Jón E. Árna­son, Aðal­heiður Sigrún­ar­dótt­ir og Bonni. Starfsfólkið segir stjórnarformanninn eiga eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum. mbl.is/Árni Sæberg
Útsendingum á ISTV hefur verið hætt í bili.
Útsendingum á ISTV hefur verið hætt í bili. Skjáskot af vefsíðu ISTV
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK