Ríkið geti ekki þurrkað upp þrotabúin

Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson.
Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson. mbl.is/Þórður

Hæpið er að ríkið geti með skattlagningu herjað á þrotabú föllnu bankanna þar sem skattkrafa vegna eftirgjafar skulda telst varla til forgangskrafna.

Þetta segir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson lögmaður og vísar til þess að slík krafa þurfi að koma til vegna starfsemi búsins ef svo eigi að vera. Vilhjálmur starfar hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur en áður starfaði hann hjá Borgarlögmönnum, sem er í eigu Steinunnar Hólm Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar, slitastjórnenda Glitnis.

Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Deloitte, ritaði grein í Viðskiptamoggann á fimmtudag, þar sem hún sagði föllnu viðskiptabankana geta staðið frammi fyr­ir gríðarhárri skatt­lagn­ingu og upp­töku allra eigna sinna á kostnað annarra kröfu­hafa.

Guðbjörg segir þá skattlagningu koma til vegna þess að mismunurinn á skuldum þrotabúanna umfram eignir þeirra telst til skattskyldrar eftirgjafar sem ber 36 prósent tekjuskatt. Þann skatt telur hún ganga framar öðrum kröfum vegna þess að hann telst til skiptakostnaðar þar sem hann verður til meðan á gjaldþrotaskiptum stendur.

Þarf að vera nauðsynlegt fyrir starfsemina

Vilhjálmur er ósammála þessu og segir slíka kröfu varla geta talist til skiptakostnaðar. „Hugsunin á bak þennan forgang er að kostnaðurinn sé nauðsynlegur liður í því að halda þrotabúinu gangandi, það verða t.d. að vera starfsmenn til að búið geti starfað og þær kröfur ganga framar,“ segir Vilhjálmur og bendir á að orðalagið „vegna starfseminnar“ sé mikilvægt í dóminum sem Guðbjörg vísar til í grein sinni. Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að eftirlitsgjald Fjármálaeftirlitsins, sem féll á fjármálafyrirtæki í slitameðferð, teldist til búskrafna á þeim grundvelli að opinber gjöld, sem lögð væru á þrotabú vegna starfsemi þess eftir upphaf gjaldþrotaskipta,teldust til skiptakostnaðar. Vilhjálmur segir skatt vegna eftirgjafar skulda ekki vera lið í því. „Í dóminum var þetta gjald sem fyrirtækin þurftu að greiða fyrir að vera til. Hálfgert þjónustugjald sett í búning skattlagningar.“

Þá bendir hann á að samkvæmt eldri gjaldþrotaskiptalögum hafi verið tekið fram að skattkröfur væru í forgangi en ákvæði þess efnis hafi hins vegar síðar verið tekið úr lögunum.

Að lokum segir Vilhjálmur að það sé ekki fyrr en frumvarpið til úthlutunar úr þrotabúinu sé tilbúið sem það liggur fyrir hver slík krafa yrði, þannig að ríkið gæti ekki á annað borð lýst kröfunni. Að minnsta kosti ekki ef krafan væri almenn og mjög ólíklega jafnvel þótt krafan teldist forgangskrafa. 

Frétt mbl: Ríkið getur tæmt þrotabúin

Guðbjörg sagði í grein sinni í gær að ríkið gæti …
Guðbjörg sagði í grein sinni í gær að ríkið gæti skilið kröfuhafa föllnu bankanna eftir með sárt ennið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK