Nær sex af hverjum tíu Spánverjum á aldrinum 18-30 ára velta fyrir sér að yfirgefa heimalandið í leit að vinnu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem náði til ungs fólks í nokkrum ríkjum innan Evrópusambandsins. Þar á meðal Þýskalands og Spánar.
Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.es að 14% ungra Spánverja séu staðráðnir í að flytjast til annarra landa í leit að vinnu en 41% segjast vera frekar jákvæð fyrir þeirri hugmynd. Mjög fáir þeirra hafa hins vegar varið einhverjum teljandi tíma erlendis. Til samanburðar velta einungis 21% ungra Þjóðverja því sama fyrir sér.
Atvinnuleysi á Spáni er enda mun meira en í Þýskalandi eða 23,7% en í Þýskalandi er það aðeins 5% samkvæmt fréttinni.