Fásinna að miða við annað en 0%

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason. Mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þegar lántaki leggur mat á greiðslubyrði láns með breytilegum vöxtum er einungis hægt að miða við 0% verðbólgu. Þannig getur hann borið afborganir saman við launagreiðslur sem einnig breytast í takt við verðbólgu. Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og vísar í ráðgefandi álit vegna dómsmáls varðandi verðtryggingarákvæði lána sem rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn Landsbankanum hf.

„Það að hér skuli heilt bankakerfi vega salt vegna þessa er alveg ótrúlegt,“ segir Vilhjálmur. Í áliti EFTA-dómstólsins segir að ekki sé samrýmanlegt neytendalánatilskipuninni að miða útreikning við 0% verðbólgu ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi hafi ekki verið 0%.

Laun hreyfast einnig í takt

Vilhjálmur segist ósammála þessu og ítrekar að neytandinn þurfi einungis að vita hvert raunvirði lánsins sé. „Ég fæ ekki betur séð en að eina rétta viðmiðið sem neytandi getur skoðað á hlutlægan hátt sé greiðslubyrði á láni með 0% verðbólgu,“ segir hann. „Vegna þess að þegar við erum með verðbólgu er einnig annað sem hreyfist. Við erum líka með laun og lánsandlag sem getur heitið fasteign,“ segir hann og og bendir á að laun hafa hækkað um 1,29% umfram neysluverðsvísitölu á síðastliðnum 33 árum. „Það sem íslenskt bankakerfi þarf nú að verja sig fyrir er algjör fásinna,“ segir Vilhjálmur 

Ekki rétt að miða við spádóm

„Hér er hreinlega stór misskilningur á ferðinni um það hvaða áhrif röng upplýsingagjöf af þessu tagi hefur,“ segir hann og bætir við að hér sé einungis miðað við 0% verðbólgu því allt annað sé spádómur og upplýsingagjöf sem taki mið af spádómi sé ekki heldur rétt.

Hann bend­ir á að óheim­ilt sé að miða við aft­ur­virka verðþróun í verðbréfasjóðum og að einungis væri verið að vísa í spádóm ef miðað væri við verðbólguspá Seðlabanka Íslands. „Eina rétta raunstærðin í þessu er 0% verðbólga. Líkt og þetta hefur verið framkvæmt,“segir hann. „Menn eru komnir á mjög hálan ís ef þeir telja þetta atriði hafa skipt sköpum í upplýsingagjöf.“

Málið var höfðað gegn Landsbankanum vegna verðtryggingarákvæðis.
Málið var höfðað gegn Landsbankanum vegna verðtryggingarákvæðis. mbl.is/Hjörtur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka