Verðbólgan komin niður í 1%

Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vísi­tala neyslu­verðs lækkaði um 0,52% í nóv­em­ber og mæl­ist tólf mánaða verðbólga nú aðeins 1%. Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs lækkað um 0,5% sem jafn­gild­ir 2% verðhjöðnun á ári.

Verðbólga, mæld á tólf mánaða tíma­bili, hef­ur ekki verið jafn lít­il á Íslandi í sex­tán ár eða frá því í októ­ber 1998 er hún mæld­ist 0,9%.

Vísi­tala neyslu­verðs miðuð við verðlag í nóv­em­ber 2014 er 421,0 stig (maí 1988=100) og lækkaði um 0,52% frá fyrra mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis er 393,4 stig og lækkaði um 0,61% frá októ­ber, sam­kvæmt frétt á vef Hag­stofu Íslands.

Flug­far­gjöld lækkuðu um 17,3%

Flug­far­gjöld til út­landa lækkuðu um 17,3% (áhrif á vísi­töl­una -0,25%) og verð á bens­íni og ol­í­um lækkaði um 2,6% (-0,10%).

Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 1,0% og vísi­tal­an án hús­næðis hef­ur lækkað um 0,3%. Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs lækkað um 0,5% sem jafn­gild­ir 2,0% verðhjöðnun á ári (4,0% verðhjöðnun fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis).

Vísi­tala neyslu­verðs sam­kvæmt út­reikn­ingi í nóv­em­ber 2014, sem er 421,0 stig, gild­ir til verðtrygg­ing­ar í janú­ar 2015. Vísi­tala fyr­ir eldri fjár­skuld­bind­ing­ar, sem breyt­ast eft­ir láns­kjara­vísi­tölu, er 8.313 stig fyr­ir janú­ar 2015.

Inn­lend­ar vör­ur og græn­meti hafa lækkað um 0,7% á milli mánaða. Bú­vör­ur og græn­meti hafa lækkaðu m 2,2% en inn­lend­ar vör­ur án bú­vöru hafa hækkað um 0,8%. Inn­flutt­ar vör­ur lækkuðu um 2,3% á milli októ­ber og nóv­em­ber en inn­flutt­ar vör­ur án áfeng­is og tób­aks hafa lækkað um 2,8%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK