„Ég er samningafíkill“

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson mbl.is/Ásdís

„Ég heiti Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og ég er samn­ingafík­ill.“ Þannig hefst bók sem Björgólf­ur Thor hef­ur ritað ásamt Andrew Cave og kom út í dag.

Þar fjall­ar Björgólf­ur Thor um hvernig hann varð millj­arðamær­ing­ur, tapaði því og byggði upp veldi á nýj­an leik og hvað hann hef­ur lært á þess­um síðustu árum.

Í bók­inni fjall­ar hann um upp­vaxt­ar­ár­in, Rúss­lands­ár­in, Búlgaríu og ára­tug­inn fyr­ir hrun. Hann fer yfir einka­væðingu bank­anna og hrunið 2008 og það sem fylgdi í kjöl­farið. Í lok bók­ar­inn­ar seg­ist Björgólf­ur Thor per­sónu­lega telja að illa hafi verið farið með Geir H. Haar­de í leik­húsi stjórn­mál­anna og vís­ar þar til Lands­dóms. Hann seg­ir að þeir eigi það sam­eig­in­legt, hann og Geir að hafa gert hluti sem þeir hafi álitið góða hug­mynd á sín­um tíma. 

Björgólf­ur Thor tal­ar um það þegar hann bað ís­lensku þjóðina af­sök­un­ar á sín­um þætti í þeirri eigna- og skulda­bólu sem að lok­um leiddi til hruns ís­lenska banka­kerf­is­ins þá hafi hann átt von á því að fleiri myndu fylgja hans for­dæmi og biðjast af­sök­un­ar. Það hafi hins veg­ar ekki enn gerst. Það valdi því að enn hafi ekki náðst sátt hér á landi. 

En þetta til­heyri nú sög­unni og hann sé þakk­lát­ur fyr­ir að hafa getað staðið við orð sín og greitt lána­drottn­um sín­um líkt og hann hafi samið um. 

Bók Björgólfs Thors kem­ur út í dag og mun mbl.is vænt­an­lega birta fleiri frétt­ir úr bók­inni á næstu dög­um.

Bók Björgólfs Thors Björgólfssonar kom út í dag.
Bók Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar kom út í dag.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK