Krua Thai í stað Fatabúðarinnar

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Sonja Lampa, eig­andi veit­ingastaðar­ins Krua Thai, hef­ur fest kaup á Skóla­vörðustíg 21. Þar hyggst hún opna Krua Thai á jarðhæðinni auk þess sem íbúðum á efri hæðum húss­ins verður mögu­lega breytt í gisti­heim­ili.

Stefnt er að opn­un Krua Thai næsta sum­ar og mun veit­ingastaður­inn teygja anga sína yfir jarðhæðina þar sem í dag er hönn­un­ar­versl­un­in Insula og Fata­búðin. Fata­búðin hef­ur verið í hús­inu síðan 1927, þegar stofnað var úti­bú á Skóla­vörðustíg, en höfuðstöðvar versl­un­ar­inn­ar voru þá í Hafn­ar­stræti 16. Þá er veit­ingastaður­inn Noodle Stati­on einnig í hús­inu en Sonja seg­ir að leigu­samn­ing­ur þeirra renni út í ág­úst 2015 og verður hann ekki end­ur­nýjaður.

Hún seg­ir að um átta íbúðir séu á efri hæðum húss­ins og eru þær all­ar komn­ar í út­leigu til ein­stak­linga en leigu­samn­ing­arn­ir gilda til næsta sum­ars. Eft­ir þann tíma seg­ir hún að íbúðunum verði mögu­lega breytt í ein­hvers kon­ar gisti­heim­ili. 

Sonja festi kaup á hús­næðinu í lok októ­ber­mánðar. Fyr­ir á hún Krua Thai á Tryggvagötu í Reykja­vík og Bæj­arlind í Kópa­vogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK