Lífeyrissjóðir eiga mest í Icelandair

Lífeyrissjóðirnir eiga meira en helming hlutfjár í Icelandair, Högum og …
Lífeyrissjóðirnir eiga meira en helming hlutfjár í Icelandair, Högum og N1. mbl.is/Sigurður Bogi

Lífeyrissjóðirnir eiga nú beint og óbeint í það minnsta 38% útgefins hlutafjár í innlendu hlutafélögunum sem skráð eru á Aðallista Kauphallarinnar. Er um að ræða nokkra aukningu frá  ársbyrjun þegar þeir áttu samtals tæplega 37% af heildar markaðsvirði þessara félaga.

Heildar eign þeirra er þó eitthvað meiri þar sem mat Greiningar Íslandsbanka byggir einungis á 20 stærstu hluthafa félaganna en sá hópur er misstór eigandi í hverju félagi. Metið með þessum hætti er markaðsvirði eignarhalds lífeyrissjóðanna í skráðum innlendum félögum um 215 milljarðar króna en samkvæmt mánaðarlegu efnahagsyfirliti lífeyrissjóðanna frá Seðlabankanum nemur heildar eign þeirra í hlutafélögum í september síðastliðnum um 330 milljarðar króna.

Aukið mest við sig í VÍS

Lífeyrissjóðirnir eiga meira en helming hlutfjár í Icelandair, Högum og N1. Hlutfallslega er eign lífeyrissjóðanna stærst í Icelandair sé eignarhluti þeirra metinn á grundvelli beins og óbeins eignarhalds. Sé aðeins litið til beins eignarhalds eiga lífeyrissjóðirnir meira í N1. Raunar fór heildar eignarhald þeirra í N1 hæst í 63% í lok maí á þessu ári en það minnkaði síðan aftur í kjölfar sölu FSÍ á hlut sínum í félaginu. Minnst eiga lífeyrissjóðirnir hlutfallslega í Össuri, HB Granda og Marel. 

Mest eiga þá sjóðirnir einnig að markaðsvirði í Icelandair en þar liggur um 22% af heildar markaðsvirði skráðrar innlendrar hlutabréfaeignar þeirra

Lífeyrissjóðirnir hafa aukið mest við sig í VÍS eða um 18% en þeir hafa þó einnig aukið töluvert við sig í HB Granda frá skráningu, eða um 10%, og nemur eignarhluti þeirra nú um 27%.

Ekki eru merki um að lífeyrissjóðirnir séu svo stórir á íslenskum hlutabréfamarkaði að þeir valdi þrýstingi á verð á eignamörkuðum að því er fram kemur í morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Lífeyrissjóðirnir eiga beint og óbeint í það minnsta 38% útgefins …
Lífeyrissjóðirnir eiga beint og óbeint í það minnsta 38% útgefins hlutafjár í innlendum hlutafélögum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK