Lífeyrissjóðir eiga mest í Icelandair

Lífeyrissjóðirnir eiga meira en helming hlutfjár í Icelandair, Högum og …
Lífeyrissjóðirnir eiga meira en helming hlutfjár í Icelandair, Högum og N1. mbl.is/Sigurður Bogi

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir eiga nú beint og óbeint í það minnsta 38% út­gef­ins hluta­fjár í inn­lendu hluta­fé­lög­un­um sem skráð eru á Aðall­ista Kaup­hall­ar­inn­ar. Er um að ræða nokkra aukn­ingu frá  árs­byrj­un þegar þeir áttu sam­tals tæp­lega 37% af heild­ar markaðsvirði þess­ara fé­laga.

Heild­ar eign þeirra er þó eitt­hvað meiri þar sem mat Grein­ing­ar Íslands­banka bygg­ir ein­ung­is á 20 stærstu hlut­hafa fé­lag­anna en sá hóp­ur er mis­stór eig­andi í hverju fé­lagi. Metið með þess­um hætti er markaðsvirði eign­ar­halds líf­eyr­is­sjóðanna í skráðum inn­lend­um fé­lög­um um 215 millj­arðar króna en sam­kvæmt mánaðarlegu efna­hags­yf­ir­liti líf­eyr­is­sjóðanna frá Seðlabank­an­um nem­ur heild­ar eign þeirra í hluta­fé­lög­um í sept­em­ber síðastliðnum um 330 millj­arðar króna.

Aukið mest við sig í VÍS

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir eiga meira en helm­ing hlut­fjár í Icelanda­ir, Hög­um og N1. Hlut­falls­lega er eign líf­eyr­is­sjóðanna stærst í Icelanda­ir sé eign­ar­hluti þeirra met­inn á grund­velli beins og óbeins eign­ar­halds. Sé aðeins litið til beins eign­ar­halds eiga líf­eyr­is­sjóðirn­ir meira í N1. Raun­ar fór heild­ar eign­ar­hald þeirra í N1 hæst í 63% í lok maí á þessu ári en það minnkaði síðan aft­ur í kjöl­far sölu FSÍ á hlut sín­um í fé­lag­inu. Minnst eiga líf­eyr­is­sjóðirn­ir hlut­falls­lega í Öss­uri, HB Granda og Mar­el. 

Mest eiga þá sjóðirn­ir einnig að markaðsvirði í Icelanda­ir en þar ligg­ur um 22% af heild­ar markaðsvirði skráðrar inn­lendr­ar hluta­bréfa­eign­ar þeirra

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir hafa aukið mest við sig í VÍS eða um 18% en þeir hafa þó einnig aukið tölu­vert við sig í HB Granda frá skrán­ingu, eða um 10%, og nem­ur eign­ar­hluti þeirra nú um 27%.

Ekki eru merki um að líf­eyr­is­sjóðirn­ir séu svo stór­ir á ís­lensk­um hluta­bréfa­markaði að þeir valdi þrýst­ingi á verð á eigna­mörkuðum að því er fram kem­ur í morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka.

Lífeyrissjóðirnir eiga beint og óbeint í það minnsta 38% útgefins …
Líf­eyr­is­sjóðirn­ir eiga beint og óbeint í það minnsta 38% út­gef­ins hluta­fjár í inn­lend­um hluta­fé­lög­um. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK