Írar ætla að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) 9 milljarða evra í lok ársins mun fyrr en áður hafði staðið til. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir að endurgreiðslan skilaði sér í fyrir júlílok 2018. Fram kemur í frétt AFP að ástæðan sé sú að írskt efnahagslíf hafi náð sér hraðar á strik en áður hafi verið reiknað með.
Endurgreiðslan nemur um 40% af upphaflegu láni AGS til Írlands sem í heildina nam 22,5 milljörðum evra og var veitt árið 2010. Endurgreiðslan mun spara Írum 750 milljónir evra í vaxtakostnað og bæta skuldastöðu Írlands að sögn Michael Noonan, fjármálaráðherra landsins. Stefnt er að hliðstæðri endurgreiðslu á næsta ári.