Tveir af hverjum þremur sem taka afstöðu styðja áherslu á efnahagslegan stöðugleika í stað þess að leggja áherslu á miklar launahækkanir í næstu kjarasamningum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent fyrir Samtök atvinnulífsins.
Fleiri telja að svigrúm til launahækkana sé lítið en að það sé mikið. Tveggja ára kjarasamningar njóta mests stuðnings. Yfirgnæfandi meirihluti hefur áhyggjur af mikilli verðbólgu. Þá telur meirihluti að kaupmáttur launa sinna hafi minnkað þrátt fyrir óvenjumikla kaupmáttaraukningu á árinu.