Olíuverð ekki lægra í fjögur ár

AFP

Olíuverð hefur haldið áfram að lækka í dag og hefur ekki verið lægra í fjögur ár. Lækkunin er rakin til ákvörðunar OPEC ríkjanna að draga ekki úr olíuframleiðslu þrátt fyrir verðlækkun undanfarin misseri.

Verð á West Texas Intermediate (WTI) hráolíu til afhendingar í janúar lækkaði um 1,65 Bandaríkjadali tunnan á markaði í Asíu í dag og er nú 64,50 dalir tunnan. Er þetta lægsta verð WTI hráolíu síðan í júlí 2009.

Brent Norðursjávarolía hefur einnig lækkað í verði og hefur ekki verið lægri síðan í febrúar 2010. Lækkun dagsins nemur 1,76 Bandaríkjadölum tunnan og stendur nú í 68,39 dölum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK