Tugmilljarða eignasala

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Hjörtur

Það sem af er árinu hefur Landsbankinn selt eignir og hlutabréf fyrir um 14,5 milljarða króna. Bankinn hefur fengið tilboð í 49,9% hlut í Promens að fjárhæð 18,2 milljarða. Gangi sú sala eftir fer eignasalan í tæpa 33 milljarða króna.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, eignasöluna styrkja fjárhag bankans, sem er að 98% hluta í eigu ríkisins.

„Eiginfjárstaðan batnar jafnt og þétt og eignasala hefur verið eðlilegur og jákvæður þáttur í uppbyggingu bankans,“ segir Steinþór.“ Til viðbótar er bankinn með til skoðunar sölu á 38% hlut í Valitor. Má áætla að verðmæti hlutarins hlaupi á milljörðum. Sú sala mun ekki hafa neikvæð áhrif á þjónustuframboð bankans í greiðslukortum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK