Seðlabankinn veitir LBI undanþágu

mbl.is/Kristinn

Seðlabanki Íslands hefur veitt LBI hf. undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál sem gerir bankanum fært að inna af hendi greiðslur til forgangskröfuhafa fyrir 400 milljarða króna. 

Undanþágurnar voru veittar að undangengnu lögbundnu samráði við fjármála- og efnahagsráðherra. 

Einnig hefur Seðlabankinn veitt LBI hf. vilyrði um undanþágur vegna frekari hlutagreiðslna tilforgangakröfuhafa af framtíðarinnheimtum hjá LBI hf. að því gefnu að slíkar undanþágur verði þá ekki taldar raska stöðugleika í gengis- og peningamálum, í samræmi við þau sjónarmið sem lögð eru til grundvallar afgreiðslu við veitingu slíkra undanþága. 

Tildrög undanþágunnar eru sögð þau að LBI hf. og Landsbankinn hf. hafa náð samkomulagi um breytingar á skilmálum skuldabréfa sem útgefin voru af Landsbankanum hf. á grundvelli ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá 9. október 2008 um uppskiptingu eigna og skuldbindinga í kjölfar falls Landsbanka Íslands hf. Var það skilyrði af hálfu LBI hf. að samkomulagi LBI og Landsbankans um skilmálabreytingar taki gildi, var að undanþága Seðlabankans yrði veitt. Eru þessi gildisskilyrði mun takmarkaðri en LBI hf. óskaði eftir í júní sl. í framhaldi af samkomulaginu frá 8. maí sl. Var í þeirri beiðni beðið um mjög víðtækar undanþágur sem tóku til allra eigna búsins. 

Byggir Seðlabanki Íslands undanþáguna og tengd vilyrði á tvenns konar greiningu, eftir því sem kemur fram í frétt á vef bankans. Annars vegar áhrifurm þess að samningur Landsbankans hf. og LBI hf. um breytingu skilmála þessara skuldabréfa næði fram að ganga. Hins vegar á áhrifum undanþágunnar sem slíkrar, og tengdrar útgreiðslu úr búi LBI á greiðslujöfuð og fjármálastöðugleika en einnig var litið til þess fordæmis sem hún kynni að skapa. 

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK